Lokakeppni Evrópumeistaramótsins er í gangi í dag og eini keppandi Íslands á mótinu Ewa Ploszaj endaði í 33 sæti í trissuboga kvenna eftir tap gegn Alexandra Savenkova frá Rússlandi 137-132.
Í lokakeppni byrjaði Ewa 4 stigum undir eftir fyrstu umferðina og náði að minnka forskot þeirrar Rússnesku niður í 3 stig í næstu síðustu umferð en það var ekki nóg og endaði með tapi 137-132 í síðustu umferð.
Í undankeppni í gær var Ewa í 41 sæti með 641 stig, til samanburðar er lágmarksskor fyrir Evrópuleika 2023 640 stig og því fínn árangur þar.
https://www.ianseo.net/Details.php?toId=8630
Evrópumeistaramótinu lýkur á sunnudaginn næstkomandi en Ewa hefur lokið sinni keppni.
Næsta alþjóðlega mót á dagskrá fyrir Íslenska keppendur er lokakeppni um sæti á Ólympíuleika og heimsbikarmót í Frakklandi sem haldið verður 18-27 júní næstkomandi, þar eru fimm Íslenskir keppendur eru skráðir til keppni.