Marín með Íslandsmet og heldur áfram á morgun, strákarnir dottnir út úr lokakeppni um síðustu sæti á Ólympíuleika

Marín byrjaði sterk í undankeppni í dag og var í 16 sæti eftir fyrstu lotu undankeppni um sæti á Ólympíuleika. Marín náði að halda sér var vel yfir lágmörkum fyrir Ólympíuleika eftir fyrstu fjórðunginn og virtist ætla að setja sig á sess með þeim fremstu í undankeppni um síðustu Ólympíusæti, en hún átti svo eina lélega lotu sem dró hana töluvert niður í skori. Hún sló samt Íslandsmetið í U21 með miklum mun og var ekki langt frá því að taka metið í opnum flokki líka og endaði í 58 sæti í undankeppni.

Marín mun halda áfram í útsláttarkeppni (lokakeppni) á morgun um kl 09:00 að staðar tíma. Miðað við núverandi úrslit lendir hún á móti Austurrískrí konu, en það mun skýrast nánar í dag þegar að búið er að úthluta liðasætum fyrir Ólympíuleikana. Þá skýrist hve mörg einstaklingssæti verða í boði og hvernig uppröðun verður í lokakeppni kvenna.

Marín á um 50% líkur á því að vinna a.m.k. einn útslátt í lokakeppni um Ólympíuleikana og þyrfti að vinna um 4 útslætti til þess að vinna sæti á Ólympíuleikana.

Oliver og Gummi voru slegnir út í fyrsta útslætti lokakeppninar gegn Ísraelskum og Finnskum andstæðingum. Eins og sést á myndinni var hitabylgja í Frakklandi meðan á mótinu stóð og keppendur svitnuðu mikið, en utan þess mjög gott veður hinngað til.

Lokakeppni um síðustu sætin á Ólympíuleika lýkur á morgun en eftir það hefst Heimsbikarmótið sem lokakeppnin er tengd við þar sem Albert og Sveinbjörg bætast við hópinn í trissuboga flokki.