Skráning á Sumarbikar BFSÍ lýkur í dag 20 júní

Síðast séns að skrá sig. Við viljum sjá sem flesta þátttakendur 🙂

Sumarbikar BFSÍ er kominn til af því að Norðurlandameistaramót ungmenna var fært yfir í fjarmótafyrirkomulag og því var ákveðið að halda NUM og Íslandsmót Ungmenna sömu helgi til þess að spara þeim ferðakostnað sem hyggjast taka þátt í báðum mótum.

Venjulega eru Íslandsmót ungmenna og öldunga haldin sömu helgi. Af því að Íslandsmót ungmenna var fært á aðra helgi vegna NUM opnaðist möguleiki á því að halda annað mót daginn eftir Íslandsmót öldunga og gera tilraun með kynlaust utandyra mót með útsláttarkeppni og gefa konum og körlum færi á því að keppa saman.

Hér fyrir neðan er hægt að finna hlekki á upplýsingar um mótið.

Ef þið lendið í vandræðum með skráningu eða hafið spurningar hafið samband við BFSÍ bogfimi@bogfimi.is

Sumarbikar BFSÍ 2021

Sumarbikar BFSÍ

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.