Marín með frábæra frammistöðu á heimsbikarmótinu í París, Íslandsmet í opnum flokki og náði lágmörkum fyrir Evrópuleika og Ólympíuleika

Marín Aníta Hilmarsdóttir skoraði 599 stig í undankeppni heimsbikarmótsins í París í dag. Marín sló Íslandsmetið í opnum flokki kvenna með gífurlegum mun en metið var 566 þannig að Marín bætti metið um 33 stig! Og bætti aftur Íslandsmetið í U21 sem hún sló á lokakeppni um sæti á Ólympíuleika fyrr í vikuni.

Marín skoraði 289 stig í fyrri umferðinni en var með eina mjög laka lotu sem dró stigin niður, í seinni umferðinni var hún hinsvegar með 310 stig sem er frábær árangur og hún var í 56 sæti í skori í seinni lotuni á mótinu.

Lágmarks skor til að mega nýta sér þátttökurétt í sveigboga kvenna fyrir Evrópuleika er 600 og Ólympíuleika er það 605. Að sögn starfsmanns heimssambandsins er tilgangur reglunar að tryggja að keppendur sem vinna eða fá þátttökurétt á Ólympíuleika eigi heima þar getulega séð. Hann taldi mjög líklegt ef að Ísland hefði unnið þátttökurétt á FQT mótinu fyrir 2 dögum fyrir heimsbikarmótið að stjórn heimssambandsins hefði samþykkt þetta skor þar sem að auðsjánlegt er sérstaklega á seinni umferðinni að Marín væri vel yfir því getustigi.

Marín náði því ekki sæti á Ólympíuleika að þessu sinni en hefur sett stefnuna á Evrópuleika 2023 og Ólympíuleika 2024.

Mikið þrumu veður byrjað við lok undankeppninar og því var fyrsta útslætti í lokakeppni sveigboga kvenna á heimsbikarmótinu sem átti að halda strax eftir undankeppni frestað til morgundagsins 23 júní. Þar mun Marín mæta Tatiana Andreoli frá Ítalíu sem er í 11 sæti á heimslista og vann Evrópuleikana 2019.

Þess má geta að Marín er aðeins 17 ára gömul og ætti því að vera að keppa í U18 flokki sem keppir á 60 metrum en Marín var hér að keppa í opnum flokki á 70 metrum á sínu fyrsta stórmóti.

Upprunalega var Marín að miða á Ólympíuleika ungmenna en þeim var frestað/aflýst vegna Covid um 4 ár og því mun Marín aldrei hafa tækifæri til þess að keppa á þeim leikum, þar sem aldursbilið fyrir það mót er aðeins 3 árgangar og hún verður því of gömul til þess að keppa á því mótið þegar það verður haldið.

Marín náði því ekki sæti á Ólympíuleika að þessu sinni en hefur sett stefnuna á Evrópuleika 2023 og Ólympíuleika 2024. Gríðarlega efnileg ung stelpa sem mun vafalaust sjást á leikum fyrir Ísland í framtíðinni.

Þrír frá Norðurlöndum náðu sæti á Ólympíuleikana í Tokyo, Finland 1 karl, Danmörk 1 kona og Svíþjóð 1 kona.

Oliver náði ekki inn í lokakeppni heimsbikarmótsins í sveigboga karla og endaði í 125 sæti, en hann sló Íslandsmet í parakeppni landsliða með Marín í U21 og Opnum flokki með miklum mun. Og var með hæstu lotuna af íslendingum 57 stig.

Albert og Sveinbjörg voru á official practice í dag og munu keppa í fyrramálið í undankeppni trissuboga með markmiðinu að bæta heimsmetið og Evrópumetið í parakeppni öldunga. Marín keppir í lokakeppni heimsbikarmótsins um 14:30 að staðar tíma á morgun.