Marín Aníta í 17 sæti á Evrópubikarmóti

Marín Aníta Hilmarsdóttir endaði í 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í vikunni 15-21 apríl í Búlgaríu.

Það var mjög breytilegt veður á mótinu. Almennt var vindasamt, kalt og reglubundin rigning. Þó að sólin hafi sýnt sig inn á milli, sérstaklega í undankeppni mótsins þar sem að var mikil sól og hiti allan þriðjudaginn.

Marín vann auðveldann sigur í fyrsta leik 6-0 gegn Pusca frá Rúmeníu og mætti svo Klinger frá Þýskalandi í 32 manna úrslitum. Sá leikur var gífurlega spennandi og jafn en endaði rétt svo í 6-4 sigri Klinger og Marín var því slegin út og endaði í 17 sæti. Stelpurnar skoruðu báðar sama skor 117-117, en örvarnar hjá Klinger röðuðust heppilegra í loturnar og því tók hún sigurinn. Áhugvert er að nefna að Klinger og Marín kepptu einnig saman á EM 2022 þar sem að Klinger tók einnig sigurinn 6-2.

Marín vann einnig til silfurverðlaun á landsmóti í Búlgaríu sem haldið var helgina áður en að Evrópubikarmótið hófst. En þar var Marín lang hæst keppenda í undankeppni en var svo óheppin í gull útslættinum, eins og getur gerst. En mögulegt er að lesa nánar um það mót í þessari frétt:

Ísland best í Búlgaríu

Mögulegt er að lesa nánar um Evrópubikarmótið í frétt á bogfimi.is hér:

Brons á Evrópubikarmóti ungmenna