Ragnar Smári í 6 sæti á Evrópubikarmóti með 2 Íslandsmet

Ragnar Smári Jónasson endaði í 6 sæti í liðakeppni og 17 sæti í einstaklingskeppni á Evrópubikarmóti ungmenna sem haldið var í vikunni 15-21 apríl í Búlgaríu.

Það var mjög vindasamt á mótinu og veður almennt ekki gott til meta, en þrátt fyrir það slóu Ragnar og liðsfélagi hans Þórdís Unnur Bjarkadóttir Íslandmet landsliða U21 bæði í undakeppni og útsláttarkeppni.

  • Íslandsmet trissubogi blandað lið undankeppni 1322 stig, metið var áður 1284 stig
  • Íslandsmet trissuboga blandað lið útsláttarkeppni 149 stig, metið var áður 147 stig

Ragnar var aðeins 3 stigum frá því að taka þriðja metið, Íslandsmet U21 trissuboga karla er 669 stig en Ragnar skoraði 666 stig í undankeppni mótsins.

Ragnar vann einnig til tveggja gull verðlauna landsmóti í Búlgaríu sem haldið var helgina áður en að Evrópubikarmótið hófst. 1 gull í einstaklingskeppni og 1 í liðakeppni. En mögulegt er að lesa nánar um það í þessari frétt:

Ragnar bestur í Búlgaríu

Mögulegt er að lesa nánar um Evrópubikarmótið í frétt á bogfimi.is hér:

Brons á Evrópubikarmóti ungmenna