Marín Aníta Hilmarsdóttir vann gullið á Íslandsmeistaramótinu innanhúss og heldur því titlinum sínum. Marín tók báða titlana á árinu og er því óvéfengjanlegur Íslandsmeistari fullorðinna 2021

Marín Aníta Hilmarsdóttir í BF Boganum í Kópavogi vann um helgina annan Íslandsmeistaratitilinn innandyra í röð í opnum flokki (fullorðinna/efsta getustigi). Marín tók einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni kvenna ásamt liðsfélögum sínum Höllu Sól Þorbjörnsdóttir og Marín Anítu Hilmarsdóttir. Stelpurnar tortímdu einnig Íslandsmetinu í félagsliðakeppni í opnum flokki (fullorðinna), en metið var áður 1507 og stelpurnar í liðinu skoruðu 1588!! sem telst en merkilegra þar sem þær eru allar U21 árs. Marín vann einnig Íslandsmeistaratitilinn utandyra fyrr á þessu ári og var valin íþróttakona ársins hjá Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að sjá gull úrslita leikinn milli Marínar og Valgerðar frá Íslandsmeistaramótinu um helgina hér:

Halla Sól Þorbjörnsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum vann brons á mótinu gegn liðsfélaga konu sinni Melissa Tanja Pampoulie. Hægt er að sjá brons úrslita leikinn milli Höllu og Melissu hér:

Íslandsmeistaramót innanhús eru venjulega haldin í febrúar til mars ár hvert. En vegna Covid var ákveðið að fresta mótinu til Nóvember. Þar sem Íslandsmeistaramótinu var frestað var ákveðið að nýta tækifærið og afhenda einnig verðlaun til bogfimifólks ársins á mótinu (verðlaunin eru veitt til besta karls og bestu konu í hverjum bogaflokki (keppnisgrein) á síðasta 12 mánaða tímabil). Það telst frekar undarlegt að næsta Íslandsmeistaramót innanhúss sé aðeins eftir 3 mánuði, en skipulag Íslandsmeistaramóta verður sett í samt lag á næsta ári.

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 26-28 nóvember. Eins og í fyrra voru um 40 af bestu keppendum á Íslandi að keppast þar um titla. Óvenju hátt hlutfall yngri keppenda var að keppa í Opnum flokki (fullorðinna) og mikla framför yngri keppenda, en um helmingurinn af titlum og meirihluti verðlaunapeninga fór til einstaklinga sem eru U21 árs gamlir. Sem dæmi í sveigboga kvenna voru allir top 4 keppendurnir U21 árs að aldir og þrjár af þeim voru U18.

Mögulegt er að sjá heildarúrslit mótsins í úrslitakerfinu I@nseo á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7885 og í mótakerfi BFSÍ https://mot.bogfimi.is/Event/Result/2021007

Livestream og önnur myndskeið er hægt að finna á Archery TV Iceland Youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland

Myndir af mótinu verður hægt að finna hér eftir nokkra daga https://www.facebook.com/archery.is

Fréttir af mótinu og amennt um bogfimi er hægt að finna á archery.is

Marín “jafnar” Evrópumetið í U18 og sló Íslandsmetið í U18 588 af 600 mögulegum

Marín Aníta vann Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum 6-0

Íþróttakona ársins 2021 Marín Aníta Hilmarsdóttir