Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands varð Íslandsmeistari innanhúss í bogfimi um helgina. Haraldur vann einnig utandyra titilinn á árinu og báða þeirra í jafntefli/bráðabana og er því óvéfengjanlegur Íslandsmeistari í bogfimi á árinu 2021

Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands (SkAust) vann Íslandsmeistaramótið innanhúss í dag og tekur fyrsta Íslandsmeistaratitil innandyra í bogfimi heim til Austurlands. Íþróttafélög á Austurlandi hafa aðeins unnið 4 Íslandsmeistaratitla í opnum flokki (fullorðinna/hæsta getustig) í bogfimi frá því að fyrsta bogfimideild var stofnuð á Austurlandi árið 2012 af Haraldi sjálfum. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann titilinn utandyra 2019, Haraldur Gústafsson vann utandyra titilinn 2020 og 2021. Og nú er einn í viðbót kominn Austur og fyrsti innandyra Íslandsmeistaratitillinn í opnum flokki frá upphafi ástundunar á íþróttinni á Austurlandi.

Haraldur sat hjá í fjórðungs úrslitum á Íslandsmeistaramótinu um helgina, þar sem hann var meðal tveggja efstu keppenda í undankeppni. Í undanúrslitum mætti hann Ragnari Þór Hafsteinsson úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi þar sem að Haraldur vann erfiðan leik 7-3 og hélt því áfram í gull úrslit. Í gull úrslitum á var andstæðingur Dagur Örn Fannarsson

Gull úrslita leikinn á milli Haraldar og Dags á Íslandsmeistaramótinu um helgina er hægt að sjá hér:

Á Íslandsmeistaramótinu utandyra 2021 vann Haraldur einnig titilinn með sjaldgæfasta formi sem kemur upp í bogfimi, en endurtaka þurfti bráðabana þar sem ekki var hægt að skera úr um hver hefði unnið fyrsta bráðabana.

Haraldur hefur unnið bæði Oliver og Dag í bráðabana um Íslandsmeistaratitil á árinu. En þeir Oliver og Dagur eru taldir efnilegustu í sveigboga karla á landinu og eru að ljúka sínu síðasta ári í U21 flokki. Þó að samkeppni sé á milli þeirra eru þeir bestu mátar og munu þeir þrír keppa saman sem lið á Evrópumeistaramóti innandyra 2022 í Slóveníu. Haraldur er einnig varaformaður Bogfimisambands Íslands og landsdómari og aðstoðar því reglulega við halda Íslandsmótana, þó að það verði líklega minna ef því ef hann er alltaf að keppa um titilinn 😉

Ragnar Þór Hafsteinsson í BF Bognum vann bronsið í sveigboga á Íslandsmeistaramótinu, í hörðum bardaga við liðfélaga sinn  Pétur Már M Bigisson. En mögulegt er að horfa á Brons úrslita leikinn þeirra hér:

Íslandsmeistaramót innanhús eru venjulega haldin í febrúar til mars ár hvert. En vegna Covid var ákveðið að fresta mótinu til Nóvember. Þar sem Íslandsmeistaramótinu var frestað var ákveðið að nýta tækifærið og afhenda einnig verðlaun til bogfimifólks ársins á mótinu (verðlaunin eru veitt til besta karls og bestu konu í hverjum bogaflokki (keppnisgrein) á síðasta 12 mánaða tímabil). Það telst frekar undarlegt að næsta Íslandsmeistaramót innanhúss sé aðeins eftir 3 mánuði, en skipulag Íslandsmeistaramóta verður sett í samt lag á næsta ári.

Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 26-28 nóvember. Eins og í fyrra voru um 40 af bestu keppendum á Íslandi að keppast þar um titla. Óvenju hátt hlutfall yngri keppenda var að keppa í Opnum flokki (fullorðinna) og mikla framför yngri keppenda, en um helmingurinn af titlum og meirihluti verðlaunapeninga fór til einstaklinga sem eru U21 árs gamlir. Sem dæmi í sveigboga kvenna voru allir top 4 keppendurnir U21 árs að aldir og þrjár af þeim voru U18.

Mögulegt er að sjá heildarúrslit mótsins í úrslitakerfinu I@nseo á ianseo.net https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7885 og í mótakerfi BFSÍ https://mot.bogfimi.is/Event/Result/2021007

Livestream og önnur myndskeið er hægt að finna á Archery TV Iceland Youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland

Myndir af mótinu verður hægt að finna hér eftir nokkra daga https://www.facebook.com/archery.is

Fréttir af mótinu er hægt að finna á archery.is

Frétt um Harald þegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn utandyra fyrr á þessu ári.

Haraldur Gústafsson varði Íslandsmeistaratitilinn í tvöföldum bráðabana!!!