Marín Aníta Hilmarsdóttir þrefaldur Íslandsmeistari og með Íslandsmet um helgina

Marín Aníta Hilmarsdóttir úr Boganum tók alla þrjá Íslandsmeistaratitlana í sveigboga U21 á Íslandsmóti ungmenna í Bogfimisetrinu um helgina og sló Íslandsmet í félagsliðakeppni.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi:

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Í félagsliðakeppni sveigboga U21 vann Marín Íslandsmeistaratitilinn með liðsfélaga sínum Önnu Guðrúnu Yu Þórbergsdóttir og þær settu einnig Íslandsmetið í sveigboga U21 liðakeppni með skorið 1062.

Marín og Anna Guðrún liðsfélagarnir mættust svo einnig í gull úrslitaleik sveigboga U21 kvenna (einstaklinga) þar sem að Marín hafði betur 7-3 og tók Íslandsmeistaratitil 2. Nanna Líf Gautadóttir Presburg úr Akur á Akureyri tók bronsið.

Marín og Anna Guðrún mættust svo aftur í gull úrslitaleiknum í sveigboga U21 (óháð kyni). Þar vann Marín öruggann sigur 6-0 og tók þriðja titilinn á mótinu. Ari Emin Björk úr Akur á Akureyri tók bronsið.

Marín tryggði sér því alla þrjá Íslandsmeistaratitlana og Íslandsmet til viðbótar. Það er fátt meira sem mögulegt er að gera til að bæta þann árangur og frábær endir þar sem þetta er síðasta Íslandsmót U21 innandyra sem Marín keppir á, þar sem hún verður 21 árs á næsta ári.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni á Íslandsmóti U21 hér: