Eowyn Marie Mamalias þrefaldur Íslandsmeistari á Íslandsmóti ungmenna og með tvö Íslandsmet um helgina

Eowyn Marie Mamalias í Hróa í Hafnarfirði gerði sér lítið fyrir og tók alla þrjá Íslandsmeistaratitlana í trissuboga U21 á Íslandsmóti ungmenna um helgina í Bogfimisetrinu.

Keppt er um þrjá Íslandsmeistaratitla í bogfimi

  • Félagsliða (óháð kyni)
  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Eowyn vann gull úrslitaleikinn í trissuboga kvenna U21 144-140 á móti Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Boganum. Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum tók bronsið.

Eowyn og Þórdís mættust aftur í gull úrslitaleikinn í trissuboga U21 (óháð kyni) þar enduðu leikar 140-138 með sigri Eowyn gegn Þórdísi Unnur Bjarkadóttir úr Boganum. Kaewmungkorn Yuangthong úr Hróa tók bronsið.

Í félagsliðakeppni mætti Eowyn ásamt liðsfélaga sínum í Hróa Hetti Kaewmungkorn Yuangthong liði Bogans. Þar vann Hrói öruggann sigur 150-146. En Eowyn og Kaewmungkorn settu Íslandsmetin í trissuboga U21 félagsliða í bæði undankeppni með skorið 1129 og útsláttarkeppni trissuboga U21 með skorið 150 á mótinu.

Eowyn tryggði sér því alla þrjá Íslandsmeistaratitlana og tvö Íslandsmet til viðbótar. Það er fátt meira sem mögulegt er að gera til að bæta þann árangur og frábær endir þar sem þetta er síðasta Íslandsmót U21 innandyra sem Eowyn keppir á, þar sem hún verður 21 árs á næsta ári.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: