Hafnarfjörður með fimm Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 2 brons á Íslandsmótum ungmenna um helgina

Bogfimifélagið Hrói Höttur sýndi flotta frammistöðu og á Íslandsmótum ungmenna um helgina og tók fimm Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 2 brons ásamt því að slá 2 Íslandsmet félagsliða.

Án vafa var Eowyn MVP félagsins með 3 af 5 Íslandsmeistaratitlum félagins og hlutdeild í báðum Íslandsmetunum, en ekki langt á eftir nýliðinn Ragnheiður Íris Klein sem tók hina 2 titlana fyrir félagið.

Einstaklings verðlaunahafar úr Hróa Hetti í Hafnarfirði:

  • Eowyn Marie Mamalias
    • Íslandsmeistari trissuboga U21 kvenna
    • Íslandsmeistari trissuboga U21 (óháð kyni)
  • Ragnheiður Íris Klein
    • Íslandsmeistari berbogi U16 kvenna
    • Íslandsmeistari berbogi U16 (óháð kyni)
  • Bríana Birta Ásmundsdóttir
    • Silfur trissuboga U18 kvenna
    • Silfur trissuboga U18 (óháð kyni)
  • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Silfur trissubogi U21 karla
    • Brons trissubogi U21 (óháð kyni)
  • Dagur Logi Rist Björgvinsson
    • Silfur sveigbogi U16 karla
  • Jóhannes Karl Klein
    • Brons trissubogi U21 karla

 

Verðlaun sem Hrói vann í félagsliðakeppni:

  • Íslandsmeistari trissuboga U21 félagsliða
    • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Eowyn Marie Mamalias
  • Brons trissubogi U21 félagsliða
    • Theodór Karl Hrafns
    • Jóhannes Karl Klein

Íslandsmet sem að keppendur Hróa Hattar settu á mótinu:

  • Íslandsmet trissuboga U21 félagsliða undankeppni 1129 stig
    • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Eowyn Marie Mamalias
  • Íslandsmet trissuboga U21 félagsliða útsláttarkeppni 150 stig
    • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Eowyn Marie Mamalias