Marín Aníta Hilmarsdóttir Sveigbogakona ársins 2023

Marín Aníta Hilmarsdóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi var valinn Sveigbogakona BFSÍ árið 2023. BFSÍ veitti viðurkenninguna fyrsta árið sem sambandið starfaði og Marín hefur hreppt titilinn öll árin (2020, 2021, 2022 og 2023). Valið fer fram á hlutlausann veg byggt á útreikningi árangurs keppenda á árinu á innlendum og erlendum mótum.

Bogfimifólk ársins eftir keppnisgreinum (BFSÍ)

Marín átti glæsilegt ár í alþjóðlegri keppni á árinu og vann meðal annars Norðurlandameistaratitil, sló Norðurlandamet, náði lágmörkum fyrir Ólympíuleika, keppti á Evrópuleikunum 2023 og var þar fánaberi ásamt mörgu fleiru.

Stutt samantekt af helsta árangri Marínar á árinu 2023:

  • Norðurlandameistari U21
  • Norðurlandamet U21
  • Brons með landsliði á Norðurlandameistaramóti U21
  • Gull á alþjóðlegu U21 landsmóti í Sviss
  • 4 Íslandsmeistaratitlar í félagsliðakeppni (U21 og Meistaraflokki)
  • 3 Íslandsmeistaratitlar í einstaklingskeppni (U21 og Meistaraflokki)
  • Íslandsbikarmeistari innandyra (óháð kyni Meistaraflokkur)
  • 3 Íslandsmet U21
  • 1 Landsliðsmet U21

Þetta er annar Norðurlandameistaratitill Marínar, en hún vann titilinn einnig árið 2021 í U18 flokki, hún tók ekki þátt á NM 2022 þar sem það stangaðist á við persónulega lífið og vann svo aftur 2023, í báðum tilfellum vann hún titlana af miklu öryggi. Norðurlandametið setti Marín í undankeppni NM 2023 í U21 flokki og hún vann einnig brons með Íslenska liðinu í liðakeppni.

Marín endaði 9 sæti á Evrópubikarmóti í meistaraflokki í Bretlandi með liði sínu og átti þar hlut í að vinna þátttökurétt fyrir Ísland á Evrópuleikana 2023. Sá þátttökuréttur var einn af aðeins þrem þátttökuréttum sem Ísland vann á European Games 2023. Marín var fyrsti Íslendingur til þess að vinna þátttökurétt (ásamt Völu) á Evrópuleikana í bogfimi og fyrsta Íslenska konan til að keppa á leikunum í sveigboga. Marín var einnig valin af ÍSÍ sem fánaberi á opnunarhátíð leikana. Marín endaði einnig í 35 sæti á HM í meistaraflokki með liði sínu í Berlín.

Marín er skráð til keppni á Evrópumeistaramót innandyra í Króatíu í febrúar 2024 og er áætluð til þátttöku á Evrópumeistaramótið utandyra í Essen Þýskalandi í maí 2024 ásamt nokkrum öðrum mótum árið 2024. Marín er að miða á að vinna þátttökurétt á Ólympíuleikana og hefur þegar náð lágmarksviðmiðum fyrir leikana. Hún er líklegasti Íslendingur til þess að vinna þátttökurétt á leikana í bogfimi.

Hér fyrir neðan er hægt að finna nokkrar fleiri fréttir um árangur Marínar á árinu.

Marín Aníta í 33 sæti á Evrópuleikunum

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Marín Aníta Hilmarsdóttir í 35 sæti á HM

Formlega lýkur tímabili fyrir mót sem notuð eru til tölfræðilegs útreiknings 30 nóvember, en þar sem að síðasta mót sem gæti haft áhrif á tölfræðilega valið lauk 19 nóvember  var ákveðið að birta lokaniðurstöðurnar tölfræðinnar eins fljótt og mögulegt var.