Marín Aníta Hilmarsdóttir í BF Boganum Íslandsmeistari í sveigboga U21

Marín Aníta Hilmarsdóttir frá Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi varð Íslandsmeistari í sveigboga kvenna U21. Marín vann alla Íslandsmeistaratitla sem stóðu henni til boða árið 2021, Íslandsmeistari innandyra og utandyra í U18, U21 og opnum flokki (fullorðinna) á síðasta ári. Þetta er fyrsta ár sem Marín getur ekki keppt í U18 flokki þar sem hún verður 18 ára 2022, en er komin vel af stað með að taka fyrsta titil ársins.

Í gull úrslitum mætti Marín liðsfélaga sínum Valgerði Einars Hjaltested. Leikurinn byrjaði mjög jafn, fyrstu tvær umferðirnar enduðu í jafntefli 1-1 og því staðan 2-2, en náði Marín að vinna næstu tvær umferðir og Marín sigraði því úrslita leikinn 6-2.

Gæti verið mynd af 3 manns, people standing og innanhúss

Marín vann einnig liða gull útsláttinn með liðsfélaga sínum Höllu Sól Þorbjörnsdóttir, þar kepptu þær á móti Melissu og Valgerði líka í BF Boganum. Endaði leikurinn 6-2 fyrir Höllu og Marín.

Halla keppti við Melissu í brons úrslita leiknum og endaði leikurinn 6-2 fyrir Höllu og tók Halla því bronsið.

Íslandsmót ungmenna innanhúss var haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.