Daníel Baldursson frá SKAUST sigrar Nóam 142-139 í gull úrslitum trissuboga karla U18

Daníel Baldursson í Skaust á Egilstöðum varð aftur Íslandsmeistari í trissuboga karla U18, á Íslandsmótinu ungmenna um helgina. En hann átti titilinn frá því á innandyra mótinu 2021 þar sem Nóam og Daníel mættust einnig í úrslitum.

Í gull úrslitum keppti Daníel á móti Nóam Óla Stefánsson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði. Leikurinn byrjaði jafn og var staðan jöfn 84-84 í þriðju umferð. Daníel náði svo að hækka sig um 3 stig og endaði leikurinn 142-139 fyrir Daníel.

Jóhannes Karl Klein úr Hróa Hetti tók bronsið í trissuboga karla. Nóam Óli og Jóhannes Karl tóku Íslandsmeistara titilinn í liðakeppni trissuboga karla U18 og slóu einnig nýtt Íslandsmet í liðakeppni. Ekki er útsláttarkeppni í liða- eða parakeppni U16/U18 og því titlarnir afhentir þeim sem skora hæstu stig í undankeppni mótsins.

Gæti verið mynd af 2 manns, people standing og innanhúss

Íslandsmót ungmenna innanhúss var haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.