Nói Barkarson frá BF Boganum Íslandsmeistari í trissuboga karla U21

Nói Barkarson frá Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi varð Íslandsmeistari í trissuboga karla U21. Nói hefur aldrei tapað Íslandsmeistaratitli ungmenna í trissuboga karla frá því að hann byrjaði að keppa á Íslandsmótum 2017. En Nói er einnig Íslandsmeistari í opnum flokki (fullorðinna) innandyra og utandyra.

Nói var hæstur í undankeppni á mótinu þó að ekki hafi verið mikill munur á Nóa og Daníel sem var annar hæstur að þessu sinni. Í gull úrslitum keppti Nói við Daníel Baldursson frá SKAUST eftir að Daníel hafði unnið Nóam Óla Stefánsson frá Bogfimifélaginu Hróa Hetti 139-134. Leikurinn milli Nóa og Daníel endaði 142-136 fyrir Nóa og tekur hann gullið.

Nói, Daníel og Nóam eru allir á leið til Slóveníu eftir 2 vikur að keppa á EM í U21 trissuboga karla. Það verður í fyrsta skipti sem Íslands skipar liði á EM innandyra í trissuboga karla U21.

Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og innanhúss

Nói og liðsfélagi hans Freyja Dís Benediktsdóttir, kepptu í liða gull úrslitum við Nóam Óla Stefánsson og Eowyn Marie Mamalias úr BF Hróa Hetti. Leikurinn var mjög jafn og endaði leikurinn fyrir BF Bogann einu stigi yfir BF Hróa Hött 149-148.

Íslandsmót ungmenna innanhúss var haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.