Magnús Darri með 2 Íslandsmeistaratitla og Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna

Magnús Darri Markússon vann tvo Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti ungmenna sem haldið var helgina 4-5 febrúar síðastliðinn.

Íslandsmeistaratitlar Magnúsar á mótinu:

  1. Trissubogi U16 karla Magnús Darri Markússon
  2. Trissubogi U16 blandað lið (Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Magnús Darri Markússon)

Íslandsmet Magnúsar á mótinu:

Trissubogi undankeppni U16 blandað lið 1131 stig (var 1072)
BF Boginn Þórdís Unnur Bjarkadóttir + Magnús Darri Markússon

Magnús vann úrslitaleikinn í trissuboga U16 gegn Sævari Sindra Jóhannessyni 137-123, en báðir strákarnir eru á uppleið í íþróttinni þó að þeir séu ungir. Mögulega framtíðar U21 landslið BFSÍ 2028 og taka fyrstu verðlaun Íslands í trissuboga liðakeppni karla á EM 2028 😉

Einnig er keppt um kynlausan Íslandsmeistaratitil á Íslandsmótum BFSÍ (keppni óháð kyni), þar var spennandi útsláttur í undanúrslitum þar sem munaði aðeins 1,5 millimetrum á því hver héldi í gull leikinn. Magnús var 1,5 mm nær og fór því í gull leikinn en lenti þar á móti leikamanni mótsins Þórdísi Unnur Bjarkadóttir sem sló Íslandsmet í útslættinum á móti Magnúsi. Magnús hreppti því silfrið í keppni óháð kyni. Tvö gull og eitt silfur, nokkuð fínt holl fyrir Magnús á mótinu.

Magnús keppti einnig á Íslandsmóti U21 sem haldið var deginum eftir U16/U18 mótið, þar endaði hann í 5 sæti.

 

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum 4 febrúar og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum 5 febrúar. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina