Baldur Freyr með alla Íslandsmeistaratitlana og sló Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna

Baldur Freyr Árnason vann alla fjóra Íslandsmeistaratitla í berboga U16 á Íslandsmót ungmenna í byrjun febrúar og sló Íslandsmet í félagsliðakeppni.

Á Íslandsmótum er keppt um 2 einstaklings titla, kynjaskiptan titil (karla eða kvenna) og ókynjaskiptan titil (allir á móti öllum), einnig er keppt um 2 félagsliðstitla einn í liðakeppni karla eða kvenna og hinn er blandað lið 1kk+1kvk.

Baldur vann alla þessa titla á mótinu, einn af aðeins tveim keppendum á mótinu sem náðu að vinna alla titlana í einstaklings og félagsliða í sínum aldursflokki á Íslandsmóti ungmenna (hinn keppandinn var valin leikamaður mótsins). Því flott frammistaða hjá Baldri.

Íslandsmeistaratitlar sem Baldur Freyr vann til á Íslandsmóti ungmenna:

  1. Berbogi U16 karla Baldur Freyr Árnason
  2. Berbogi U16 Baldur Freyr Árnasson (keppni óháð kyni)
  3. Berbogi U16 karla lið (Baldur Freyr Árnason og Dagur Ómarsson)
  4. Berbogi U16 blandað lið (Lóa Margrét Hauksdóttir og Baldur Freyr Árnason)

Íslandsmet sem Baldur Freyr átti aðild í að slá á Íslandsmóti ungmenna:

Berbogi undankeppni U16 blandað lið 880 stig (var 844)
BF Boginn Lóa Margrét Hauksdóttir + Baldur Freyr Árnason

Þannig að vel af sér vikið að vinna allt og bæta Íslandsmet… getur maður beðið um meira úr niðurstöðum eins móts?

Baldur er að íhuga að keppa á Norðurlandameistaramóti Ungmenna í Noregi í sumar og mögulega að stefna á EM innandyra í U21 í Króatíu á næsta ári. Efnilegur strákur sem er að fara að taka fyrstu skrefin sín í alþjóðlega þátttöku og verður spennandi að fylgjast með hvernig gengur þar.

 

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum 4 febrúar og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum 5 febrúar. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina

 

 

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.