Archery.is Bogfimiþjálfari Árins 2018.
Kosningin er opin og stendur yfir helgina 7-9. Desember og lýkur 9. Desember kl.22:00.
Til að kjósa þarftu að vera skráður inn á google account-inn þinn og vera í bogfimifélagi.
Það geta einnig verið þjálfarar sem eru að standa sig vel sem við vitum ekki af. Þess vegna erum við með “other” valmöguleika þar sem fólk getur kosið annan einstakling en er í listanum okkar.
Skilgreiningin á bogfimiþjálfara er sá sem hefur lokið WA þjálfaranámskeiði og er virkur þjálfari.
Við notum þessa punkta hér um hvern einstakling til upplýsinga fyrir þá sem kjósa.
- Þjálfaramenntun.
- Þjálfun á Íslandi.
- Virkni í alþjóðlegu þjálfarastarfi.
Það er mjög erfitt að vera hlutlaus í upplýsingum um þjálfun og þjálfara þar sem þær eru í eðli sínu mjög hlutlægar. Þannig að við settum þær upplýsingar inn sem hægt er að meta hlutlaust.
Hér fyrir neðan eru þau tilnefndu og smá upplýsingar um þau (listinn er í stafrófsröð).
Alfreð Birgisson
Bogfimi þjálfaramenntun:
World Archery Coach stig 1af3
Þjálfun á Íslandi:
Þjálfari íþróttafólks úr ÍF Akur og UMF Efling.
Alþjóðlegt þjálfarastarf:
Yfirþjálfari/liðsstjóri ÍF Akurs á Norðurlandameistaramóti ungmenna 2018
Astrid Daxböck
Bogfimi þjálfaramenntun:
World Archery Coach stig 1af3.
Þjálfun á Íslandi:
Þjálfari íþróttafólks úr BF Boginn og ÍF Freyju.
Alþjóðlegt þjálfarastarf:
Þjálfari/liðsstjóri landsliðs á European Youth Cup 2018
Yfirþjálfari BF Bogans og ÍF Freyju á Norðurlandameistaramóti ungmenna 2018
Guðmundur Örn Guðjónsson
Bogfimi þjálfaramenntun:
KSL international coach lvl 1
Þjálfun á Íslandi:
Þjálfari íþróttafólks úr BF Boginn og ÍF Freyju.
Alþjóðlegt þjálfarastarf:
Yfirþjálfari/liðsstjóri fyrir Ísland á Norðurlandameistaramóti ungmenna 2018
Þjálfari/liðsstjóri fyrir Ísland á Evrópumeistaramóti Utanhúss 2018
Haraldur Gústafsson
Bogfimi þjálfaramenntun:
World Archery Coach stig 1af3.
Þjálfun á Íslandi:
Þjálfari íþróttafólks úr Skaust.
Alþjóðlegt þjálfarastarf:
Þjálfari fyrir Skaust á Veronica’s Cup 2018
Kelea Quinn
Bogfimi þjálfaramenntun:
World Archery Coach stig 2af3. (Metið af WA)
Certified in Sports Psychology
Peak Performance Coach
EDIT 13.08.2020 LEIÐRÉTT. Til upplýsinga vegna kvartana sem borist hafa vegna hátterni Kelea og að hún sé að selja þjónustu sína á fölskum forsendum: komið hefur í ljós að upplýsingar um menntun sem Kelea gaf upp um sjálfa sig á þessum tíma voru rangar og archery.is biðst afsökunar á því að hafa birt þær. Til þess að starfa sem íþróttasálfræðingur þarf að klára 3-5 ára háskólanám. Kelea fór á stutt net námskeið um íþróttasálfræði sem er miðað á íþrótta iðkendur eða þjálfara og er opið öllum, fínt námskeið en hefur enga raunverulega þýðingu. Íþróttasálfræðingur/sálfræðingur er lögverndað starfsheiti sem þarfnast leyfi/faggildingar landlæknis. Að selja út þjónustu sína sem sálfræðingur/íþróttasálfræðingur án menntunar og leyfis/faggildingar landlæknis getur varðað sektum eða upp í 3 ára fangelsi (skylst okkur samkvæmt 28.gr laga um heilbrigðisstarfsmenn). Kelea var einnig ekki metin af WA sem WA stig 2 þjálfari (þar sem WA gaf ekki út þjálfararéttindi á þessum tíma heldur hélt þjálfara námskeið fyrir landssambönd, landssamböndin gáfu svo út þjálfararéttindin skylst okkur). Kelea er leiðbeinandi stig 2 í bandaríkjunum sem er lægra stig en þjálfari stig 1 í USA. Að taka leiðbeinenda stig 1 og stig 2 í bandaríkjunum er hægt að taka sem eitt helgarnámskeið (semsagt stig 1 á laugardegi og stig 2 á sunnudegi). Þjálfaranámskeið í bogfimi (t.d. BFSÍ/WA) eru venjulega vika eða lengri fyrir hvert stig.
Viðbót 23.08.2020: Kelea sendi upplýsingarnar sem hún vildi að kæmu fram um hennar menntun í þessari grein formlega á tölvupósti á archery@archery.is þar sem Kelea bað sérstaklega um að bætt yrði við að hún hefði löggildinu í íþróttasálfræði (certified in sports psychology). Archery.is hafði enga ástæðu á þeim tíma til þess að draga þær upplýsingar í vafa. En þar sem komið hefur í ljós núna að þær upplýsingar eru falskar var rétta leiðin að gefa út leiðréttingu í greininni og afsökun á að archery.is birti þessar fölsku upplýsingar á þeim tíma, svo að þeir sem lesi greinina séu upplýstir um að þær upplýsingar sem Kelea bað um að yrðu birtar um sig voru rangar. Archery.is tekur undir orð Hafrúnar íþróttasálfræðings sem”varar við fúskurum sem leitast eftir að taka í meðferð fólk með sálrænan vanda án þess að hafa til þess menntun”
Þjálfun á Íslandi:
Þjálfari íþróttafólks úr BF Boginn, ÍF Freyja, Skaust, ÍF Akur og SF Ísafjarðar.
Alþjóðlegt þjálfarastarf:
Þjálfari World Masters Championships 2018.
Sveinn Stefánsson
Bogfimi þjálfaramenntun:
World Archery Coach stig 1af3.
Þjálfun á Íslandi:
Þjálfari íþróttafólks úr BF Boginn, ÍF Freyju.
Stofnaði nýtt íþróttafélag í hafnarfirði ÍF Hrói Höttur.