Archery.is þjálfari ársins 2018 er Kelea Quinn

Kosningu um þjálfara ársins er lokið, hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöðurnar.

EDIT 13.08.2020 LEIÐRÉTT. Til upplýsinga vegna kvartana sem borist hafa vegna hátterni Kelea og að hún sé að selja þjónustu sína á fölskum forsendum: komið hefur í ljós að upplýsingar um menntun sem Kelea gaf upp um sjálfa sig á þessum tíma voru rangar og archery.is biðst afsökunar á því að hafa birt þær. Til þess að starfa sem íþróttasálfræðingur þarf að klára 3-5 ára háskólanám. Kelea fór á stutt net námskeið um íþróttasálfræði sem er miðað á íþrótta iðkendur eða þjálfara og er opið öllum, fínt námskeið en hefur enga raunverulega þýðingu. Íþróttasálfræðingur/sálfræðingur er lögverndað starfsheiti sem þarfnast leyfi/faggildingar landlæknis. Að selja út þjónustu sína sem sálfræðingur/íþróttasálfræðingur án menntunar og leyfis/faggildingar landlæknis getur varðað sektum eða upp í 3 ára fangelsi (skylst okkur samkvæmt 28.gr laga um heilbrigðisstarfsmenn). Kelea var einnig ekki metin af WA sem WA stig 2 þjálfari (þar sem WA gaf ekki út þjálfararéttindi á þessum tíma heldur hélt þjálfara námskeið fyrir landssambönd, landssamböndin gáfu svo út þjálfararéttindin skylst okkur). Kelea er leiðbeinandi stig 2 í bandaríkjunum sem er lægra stig en þjálfari stig 1 í USA. Að taka leiðbeinenda stig 1 og stig 2 í bandaríkjunum er hægt að taka sem eitt helgarnámskeið (semsagt stig 1 á laugardegi og stig 2 á sunnudegi). Þjálfaranámskeið í bogfimi (t.d. BFSÍ/WA) eru venjulega vika eða lengri fyrir hvert stig.

Viðbót 23.08.2020: Kelea sendi upplýsingarnar sem hún vildi að kæmu fram um hennar menntun í þessari grein formlega á tölvupósti á archery@archery.is þar sem Kelea bað sérstaklega um að bætt yrði við að hún hefði löggildinu í íþróttasálfræði (certified in sports psychology). Archery.is hafði enga ástæðu á þeim tíma til þess að draga þær upplýsingar í vafa. En þar sem komið hefur í ljós núna að þær upplýsingar eru falskar var rétta leiðin að gefa út leiðréttingu í greininni og afsökun á að archery.is birti þessar fölsku upplýsingar á þeim tíma, svo að þeir sem lesi greinina séu upplýstir um að þær upplýsingar sem Kelea bað um að yrðu birtar um sig voru rangar. Archery.is tekur undir orð Hafrúnar íþróttasálfræðings sem”varar við fúskurum sem leitast eftir að taka í meðferð fólk með sálrænan vanda án þess að hafa til þess menntun”

Þjálfari eftir okkar bestu vitund er ekki lögverndað starfsheiti og því getur hver sem er kallað sig það og því þótti okkur ekki ástæða til þess að eyða greininni. En BFSÍ veitir gildingu á bogfimiþjálfurum til starfa innan vébanda BFSÍ.

Kelea Quinn vann stórann meirihluta atkvæða.

Kosning Bogfimiþjálfari Ársins 2018 (Archery.is) Kjóst þú

Kelea er upprunalega frá Canada en bjó í Mónakó í langann tíma. Hún flutti aftur til Íslands fyrir nokkrum mánuðum og er síðan þá búin að vinna hart í því að setja upp þjálfunar program fyrir flest félögin sem eru að stunda bogfimi á landinu og ferðast reglulega á milli félaga að hjálpa þeim við uppbyggingu ofl. Því koma þessi úrslit líklega ekki mörgum á óvart.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um hana á vefsíðu hennar https://keleaquinn.com/

Kelea ætlar sér einnig að keppa fyrir Ísland í framtíðinni og hún getur það í snemma árið 2019 þar sem hún er þá búin að búa á Íslandi í 1 ár.

Til hamingju með titilinn og keep up the good work, eins og þeir segja.