IceCup desember og loka niðurstöður úr móta röðinni 2018

Síðast móti í IceCup mótaröðinni lauk í dag.

Í boði voru kökur og kræsingar fyrir keppendur.

Hægt er að finna úrslit af Desember mótinu inn á ianseo.net  http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4245

Ísafjörður tók stórann bita af kökunni þar sem þeir tóku bæði 1 og 2 sætið í sveigbogaflokki með forgjöf, Kristján og Elín. Þau fengu fyrir það 2 flotta bikara og verðlaunapoka frá Hreysti ehf sem innihélt sportvörur. Það er því vel sjáanlegt að mesta framförin og skor aukningin er á Ísafirði.

Allir sem voru í top 3 eftir árið fengu gjafapakka frá Hreysti sportvörum ásamt bikar.

Ragnar Þór fékk sérstök verðlaun á mótinu en hann var eini keppandinn á árinu sem misst ekki af einu einasta móti og keppti á öllum 12 IceCup mótunum í hverjum mánuði.

Ingólfur Rafn Jónsson fékk verðlaunin sín fyrir að vera “Dómari ársins” afhent þegar mótinu var lokið. (Hrekkjavöku bikar fyrir að hrekkjafólk sem dómari múhahahaha)

Loka Úrslitin úr IceCup mótaröðinni voru:

Bikarmeistarar (ICECUP):
Í sveigboga Kristján Guðni Sigurðsson
Í trissuboga Haukur Hlíðar Jónsson
Í berboga Ólafur Ingi Brandsson

Hægt er að sjá loka úrslit með forgjöf á ianseo.net

Hæsta skor án forgjafar á árinu:
í sveigboga Sigurjón Atli Sigurðsson 577 stig
Í trissuboga Alfreð Birgisson 567 stig
Í berboga Guðbjörg Reynisdóttir 465 stig

Það lítur út fyrir að allavega 3 Íslandsmet hafi fallið á mótinu.

Nói Barkarson sló Íslandsmetið í trissuboga karla U18 og U21 með skorið 559 og Rakel Arnþórsdóttir sem tortímdi gamla metinu sínu með skorið 477 í sveigboga kvenna U21 (fyrra metið hennar var 431 í Október).

Við minnum alla á að skoða og þekkja Íslandsmetin í sínum flokkum og ef þeir slá metin að muna að tilkynna þau á http://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/ svo að þau séu gild.

Annars gekk Desember mótið vel fyrir sig fyrir utan smá hiksta með skorkerfið og Svenni hélt að það væri ennþá hrekkjavaka og reyndi að hrella Sigurjón með því að stoppa skotklukkuna of snemma.

Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu til á árinu. Helstu Ingólfur Rafn Jónsson, Guðmundur Örn Guðjónsson, Ólafur Gíslason, Tryggvi Einarsson, Astrid Daxböck og Sveinn Stefánsson.

Þökkum líka þeim sem hjálpuðu til við að setja upp salinn fyrir mótið, Hanna Kristín Ólafsdóttir og Tómas Bjarki Tryggvasson, og keppendurnir sem gengu frá á meðan verið var að staðfesta úrslit.

Og Gummi fékk ekki köku.