Kaewmungkorn og Aron í hörku baráttu um gull í trissuboga karla á Íslandsmóti U16 í dag

Kaewmungkorn (Púká) Yuangthong í BF Hróa Hetti og Aron Ingi Davíðsson í BF Boganum mætust í gull keppni trissuboga karla á Íslandsmóti U16 í dag.

Strákarnir skiptust á í gegnum gull keppnina að ná forskotinu, Púká byrjaði yfir en þeir voru hnífjafnir alla keppnina. Aron Ingi náði loka sigrinum 141-140 (af 150 mögulegum stigum) og vann Íslandsmeistaratitilinn.

Hægt er að sjá gull keppnina þeirra í heild sinni hér fyrir neðan.

Það var gífurlega mikil samkeppni í trissuboga U16 á mótinu bronsið vannst með aðeins 1 mm mun í bráðabana og gullið vann Aron með 1 stigs mun. Það munaði bara 2 stigum á 4 og 5 sæti í undankeppni en aðeins 4 efstu úr undankeppni komast áfram í útsláttarkeppni. (það eru 600 stig að hámarki möguleg). Þannig að sigurvegararnir unnu með 1 stigi eða 1 mm nær miðju, það er ekki hægt að hafa harðari keppni en það í bogfimi.

Daníel Baldursson tók brons í trissuboga U16, meira um það í þessari grein.

Hægt er að finna úrslit af mótinu á ianseo.net og sjá livestream af gull keppnum og öðru á archery tv iceland rásinni á youtube.

Á sunnudaginn verður Íslandsmót U21 og 50+ haldið og hægt að fylgjast með því á ianseo.net og archery tv iceland rásinni á youtube.