Eowyn lagði Önnu Maríu 140-136 um U18 Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga kvenna

Eowyn Marie Mamalias í BF Hrói Höttur sigraði Önnu Maríu Alfreðsdóttir í ÍF Akur í dag á Íslandsmóti U18 í trissubogaflokki kvenna.

Eowyn náði 5 stiga forskoti snemma í leiknum og hélt því til loka þar sem hún vann með 4 stigum á móti Önnu Maríu 140-136 og vann því Íslandsmeistaratitilinn í U18 trissuboga kvenna.

Anna María er frekar nýlega byrjuð í trissuboga og er en að hækka töluvert í skori og hægt og rólega að saxa á muninn á milli þeirra. Við spáum því að það verði hörku samkeppni á milli þeirra tveggja í framtíðinni. Og als óvíst hver vinnur titilinn næst.

Hægt er að finna úrslit af mótinu á ianseo.net og sjá livestream af gull keppnum og öðru á archery tv iceland rásinni á youtube.

Á sunnudaginn verður Íslandsmót U21 og 50+ haldið og hægt að fylgjast með því á ianseo.net og archery tv iceland rásinni á youtube.