Jana Arnarsdóttir tók gullið í langboga á Íslandsmeistaramótinu

Jana Arnarsdóttir úr ÍF Freyju tryggði sér gullið á Íslandsmeistaramótinu í langboga (og hefðbundnum bogum) kvenna um helgina.

Í gull úrslita leiknum mættust Jana og liðsfélagi hennar Margrét Lilja Guðmundsdóttir. Leikurinn var mjög jafn, stelpurnar skiptust á að vinna lotur og eftir að fjórar af fimm lotum leiksins var lokið var staðan 4-4 milli þeirra. Síðasta lotan myndi því ákvarða sigurvegarann. Þar átti Jana bestu lotu leiksins með 26 stig og tók því sigurinn og gullið.

ARNARSDÓTTIR J (IFF)
6 (19,23,18,23,26)
GUÐMUNDSDÓTTIR ML (IFF)
4 (24,19,24,21,16)

Mögulegt er að horfa á úrslitin í langboga kvenna í heild sinni hér: