Jonas Björk með tvö gull á Íslandsmeistaramótinu

Jonas Björk úr Íþróttafélaginu Akur átti sigursælan dag á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi um helgina. Jonas vann gullið í bæði langboga karla og langboga (óháðan kyni) á mótinu.

Í langboga karla gull úrslitaleiknum mættust Jonas og Matthias Cosnefroy úr Íþróttafélaginu Freyju. Þar vann Jonas öruggan sigur 7-1 og tryggði sér fyrsta gullið á Íslandsmeistaramótinu. Magnús Ásgeirsson úr Freyju tók bronsið.

BJÖRK J (IFA)
7 (24,25,27,28)
COSNEFROY M (IFF)
1 (20,23,27,25)

Langboga karla gullkeppni er hægt að sjá hér:

Í langboga (óháð kyni) mættust Jonas og Haukur Hallsteinsson úr ÍF Freyju í gull úrslitaleiknum. Leikurinn var mjög jafn. Jonas vann tvær lotur með aðeins einu stigi og jafnaði hinar tvær loturnar, en það dugði til þess að tryggja Jonas sigurinn í raun með minnsta mögulega mun, þrátt fyrir að hafa unnið leikinn 6-2. Jonas tryggði sér því seinna gullið. Magnús Ásgeirsson úr ÍF Freyju tók bronsið.

BJÖRK J (IFA)
6 (24,23,20,24)
HALLSTEINSSON H (IFF)
2 (23,23,19,24)

Langbogi (keppni óháð kyni) er hægt að sjá hér: