Íslandsmót U16 og U18 hefst í fyrramálið

Íslandsmót ungmenna hefst laugardaginn 30 október klukkan 10. Húsið opnar klukkan 8:30 og æfing/búnaðarskoðun er klukkan 9:30. Hægt er að finna allar þessar upplýsingar í dagskrá mótsins sem er hægt að finna inn á ianseo.net. https://www.ianseo.net/Details.php?toId=9303. Á þeirri síðu verður einnig mögulegt að fylgjast með úrslitum mótsins.

Áætlað er að livestream yfir svæðið verði í gangi á meðan á allri keppninni stendur með live úrslitum og því auðvelt að fylgjast með heima. Svo verður flotta livestream-ið í gull úrslitum (alternate shooting) seinni part dags eins og Íslendingar eru líklega orðnir vanir. Hægt er að fylgjast með því á Archery TV Iceland youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland

Liðakeppni og parakeppni (mixed team) félagsliða verður á Íslandsmóti ungmenna í fyrsta sinn og afhent verða verðlaun fyrir liðakeppni strax að undankeppni lokinni, eftir það hefjst einstaklings úrslit.

Mikið af nýjum keppendum eru að spreyta sig í fyrsta sinn á Íslandsmóti og óvenjulega ungir keppendur að keppa í U16 flokki miðað við oft áður. Aðeins eru um 24 keppendur að keppa á U16/U18 mótinu og 12 skráningar í U21 sem er óvenjulega lág tala miðað við fyrri ár. En þó jákvætt að heildarskráningar á landsmót ungmenna í Grikklandi var aðeins 26 keppendur samtals þannig að Ísland vinnur allavega Grikkland í þátttöku ungmenna. 😂

Ástæður þess að færri eru skráðir til keppni á þessu ári en fyrri ár er að stórum hluta Covid og erfiðleikar fyrir aðildarfélög BFSÍ að finna eða fá úthlutaða aðstöðu til þess að halda æfingar, sem bitnar alltaf mest á yngri iðkendum.

Æskilegt er að allir hafi gaman af mótinu, en fylgi öllum viðeigandi sóttvörnum tengt sinni þátttöku. Við hvetjum þátttakendur til þess að vera með grímur á mótinu öllum stundum vegna fjölgandi smita í þjóðfélaginu, en það er ekki skylda þar sem mögulegt er að viðhalda 1 meters fjarlægð. Þvo/spritta hendur reglubundið og ekki deila neinum búnaði milli keppenda (s.s. pennum, spjaldtölvum og slíku). Hægt er að sjá nánar um sóttvarnir í reglum BFSÍ um Covid. https://bogfimi.is/covid-19/

Sjáumst hress og kát í fyrramálið 😊