Íslandsmót Öldunga 13-14 Nóvember: Skráningarfrestur framlengdur vegna IWS viðbótar til 6 nóvember

Þar sem Íslandsmóti Öldunga var nýlega bætt við í heimsbikarmótaröð heimssambandsins WA (Indoor World Series eða IWS) og sú viðbót gerðist með skömmum fyrirvara þá verður skráning framlengd um viku til 6 nóvember og ekki þarf að greiða tvöföld þátttökugjöld nema fyrir þá sem skrá sig og greiða eftir þann frest. Sjá nánar í skráningu á Íslandsmót Öldunga hér

Íslandsmót Öldunga Innanhúss 2021 og Indoor World Series Open Ranking viðburður

Skráningu á Íslandsmót öldunga lauk í dag kl 18:00 miðað við fyrirkomulagið sem var upprunalega, en með viku framlenginguni er vonast til að allir hafi haft tækifæri af því að frétta af IWS viðbótinni tengt mótinu.

Ég minni einnig á að Íslandsmeistaramót í opnum flokki (fullorðinna) er skráning en í fullum gangi (lýkur 12 nóvember), sem er einnig skráð sem mót innan heimsbikarmótaraðar heimssambandsins (Indoor World Series – IWS) og hægt að sjá upplýsingar um það mót hér https://www.ianseo.net/Details.php?toId=7885