Íslandsmót hefst í dag livestream stream skor í gangi

Hægt er að fylgjast með Livestream af mótinu, þar er þægilegasta að fylgjast með skorum af mótinu.

Annars eru allar upplýsingar um mótið uppfærðar reglulega á ianseo.net

Íslandsmótið í Ungmenna og Masters flokkum innanhúss 2019 hefst í dag kl .8:00

Keppt er í U21, U18, U15 og Mastersflokki í 3 bogaflokkum trissuboga, sveigboga og berboga.

Við gerum ráð fyrir góðri uppskeru af Íslandsmetum á mótinu. Það verður gaman að fylgjast með öldungaflokknum (masters) þar sem sá flokkur er búinn að vera í góðum vexti upp á síðkastið og er orðinn sambærilega stór og yngri aldursflokkarnir.

49 keppendur eru skráðir á mótið sem er aukning á þátttöku í þessum aldursflokkum miðað við fyrri ár.

Við viljum endilega auka þátttöku á yngri aldursflokkum.

Stór ástæða fyrir hægum vexti er skortur á þjálfurum, sjálboðaliðum og foreldrum til að hjálpa börnum og unglingum að halda sér inn í íþróttinni og hvetja þau til að keppa.

Ef að allir virkir keppendur núna myndu taka að sér að hjálpa einum einstaklingi að byrja á hverju ári myndi þátttakan á Íslandsmótum aukast gífurlega. (það er líka skemmtilegra að keppa þegar fleiri taka þátt 😉

Þú þarft ekki að vera þjálfari eða sérfræðingur til þess að miðla þinni reynslu og þekkingu (sama þó hún sé mögulega lítil) og aðstoða og hvetja aðra með því að segja þeim að þeir standa sig vel 🙂

Við erum nýlega byrjuð að taka saman lista af úrslitum í landsmótum annara landa. Hægt er að finna þann lista hér http://archery.is/other-countries-national-champs/

Til samanburðar var þátttaka í yngri flokkum í Hollandi á landsmótinu innandyra 2018 samtals 106 þátttakendur í trissuboga og sveigboga. Og Holland er meðal betri þjóða í heiminum í bogfimi.

Við Ísland getum unnið heiminn og besta leiðin til að byrja á því er að vinna öll lönd í fjölda þátttöku á landsmótum 🙂