Íslandsmót Ungmenna og Masters var að ljúka

Hægt er að sjá video af mótinu hér https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg og skor af mótinu hér http://ianseo.net/Details.php?toId=5124

Lista af medalíuhöfum er hægt að finna hér

Nokkur Íslandsmet voru slegin á mótinu, meðal annars voru sett liðamet í nokkrum flokkum þar sem ekki hefur verið keppt í liðakeppni áður.

Við viljum minna alla á að skoða Íslandsmetaskrá og þekkja hvaða met er í sínum flokkum svo að hægt sé að tilkynna þau.

Íslandsmetaskrá er hægt að finna hér http://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/ og þar geta keppendur/foreldrar/félög eða hver sem er tilkynnt met.

Met sem hafa líklega verið slegin á mótinu:

 • Sveigbogi E50 Karla LIÐ Ólafur Brandsson, Albert Ólafsson og Oliver Robl
 • Sveigbogi E50 Kvenna LIÐ Guðný Gréta Eyþórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
 • Sveigbogi U18 Kvenna LIÐ Marín Aníta Hilmarsdóttir, Lilja Dís Kristjánsdóttir og Eowyn Marie Mamalias
 • Sveigbogi U21 Karla LIÐ Aron Örn Olason Lotsberg, Björn Sigmundsson og Ásgeir Ingi Unnsteinsson
 • Sveigbogi U15 Karla LIÐ Arngrímur Friðrik Alfreðsson, Viktor Orri Ingason og Þórir Steingrímsson
 • Berbogi U15 Karla LIÐ Andri Haraldsson, Kristján Kári Kristjánsson og Simon Odinius.
 • Sveigbogi Kvenna U21 Rakel Arnþórsdóttir
 • Trissubogi Karla E50 Rúnar Þór Gunnarsson
 • Trissubogi Kvenna U18 Eowyn Marie Mamalias
 • Trissubogi Kvenna U21 Eowyn Marie Mamalias
 • Berbogi Karla E50 Ólafur Ingi Brandsson
 • Berbogi Karla U15 Símon Odinius
 • Ég sé ekki fleiri met í fljótu bragði en það þurfa allir að þekkja metin í sínum aldurs og bogaflokkum. Það voru einnig nokkrir aðrir sem voru ekki langt frá því að bæta Íslandsmetin í sínum flokkum (Sveinn, Nói, Viktor, Andri  Kristján, ofl)

MUNIÐ AÐ TILKYNNA METIN YKKAR Á BOGFIMI.IS INNAN 30 DAGA FRÁ LOKUM MÓTS SVO AÐ ÞAU SÉU GILD OG SKRÁÐ.

Töluverðar tafir voru á mótinu og mótið endaði klukkutíma síðar en var gert ráð fyrir í skipulaginu. Mótið átti að enda kl 20:00 en endaði kl 21:00. Tafirnar voru út af mörgum smá hlutum, það sem myndi laga það væri að hafa 25 mínútur fyrir útsláttarkeppni á mótum í yngri flokkum frekar en 15 mínútur.

Við höfum sjaldan boðið upp á það að vera með útsláttarkeppni fyrir U15. Það væri líka vit í því fyrir félög að halda fleiri æfingar um skráningu á skorum eins og gert er í keppni.

Annars gekk mótið í heild sinni nokkuð vel.

 • Gummi prumpaði óvart á foreldrana þegar hann var að færa myndavélarnar til.
 • Ingó startaði skotklukkuni óvart tvisvar í sömu umferðinni.
 • Astrid sneri cameruni öfugt
 • Gummi sagði vitlaus nöfn á nokkrum þegar hann afhennti medalíurnar (var að flýta sér of mikið til að reyna að bæta upp tímatöfina)
 • Annars var þetta svo langur dagur að staffið var orðið dasað í lokin (þegar ég skrifa þetta splarg)

Annars óskum við öllum til hamingju með árangurinn og vonum að þeir hafi skemmt sér og eigi eftir að eiga góðar minningar.