Íslandsmót Ungmenna og Masters var að ljúka

Hægt er að sjá video af mótinu hér https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg og skor af mótinu hér http://ianseo.net/Details.php?toId=5124

Lista af medalíuhöfum er hægt að finna hér

Nokkur Íslandsmet voru slegin á mótinu, meðal annars voru sett liðamet í nokkrum flokkum þar sem ekki hefur verið keppt í liðakeppni áður.

Við viljum minna alla á að skoða Íslandsmetaskrá og þekkja hvaða met er í sínum flokkum svo að hægt sé að tilkynna þau.

Íslandsmetaskrá er hægt að finna hér http://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/ og þar geta keppendur/foreldrar/félög eða hver sem er tilkynnt met.

Met sem hafa líklega verið slegin á mótinu:

 • Sveigbogi E50 Karla LIÐ Ólafur Brandsson, Albert Ólafsson og Oliver Robl
 • Sveigbogi E50 Kvenna LIÐ Guðný Gréta Eyþórsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
 • Sveigbogi U18 Kvenna LIÐ Marín Aníta Hilmarsdóttir, Lilja Dís Kristjánsdóttir og Eowyn Marie Mamalias
 • Sveigbogi U21 Karla LIÐ Aron Örn Olason Lotsberg, Björn Sigmundsson og Ásgeir Ingi Unnsteinsson
 • Sveigbogi U15 Karla LIÐ Arngrímur Friðrik Alfreðsson, Viktor Orri Ingason og Þórir Steingrímsson
 • Berbogi U15 Karla LIÐ Andri Haraldsson, Kristján Kári Kristjánsson og Simon Odinius.
 • Sveigbogi Kvenna U21 Rakel Arnþórsdóttir
 • Trissubogi Karla E50 Rúnar Þór Gunnarsson
 • Trissubogi Kvenna U18 Eowyn Marie Mamalias
 • Trissubogi Kvenna U21 Eowyn Marie Mamalias
 • Berbogi Karla E50 Ólafur Ingi Brandsson
 • Berbogi Karla U15 Símon Odinius
 • Ég sé ekki fleiri met í fljótu bragði en það þurfa allir að þekkja metin í sínum aldurs og bogaflokkum. Það voru einnig nokkrir aðrir sem voru ekki langt frá því að bæta Íslandsmetin í sínum flokkum (Sveinn, Nói, Viktor, Andri  Kristján, ofl)

MUNIÐ AÐ TILKYNNA METIN YKKAR Á BOGFIMI.IS INNAN 30 DAGA FRÁ LOKUM MÓTS SVO AÐ ÞAU SÉU GILD OG SKRÁÐ.

Töluverðar tafir voru á mótinu og mótið endaði klukkutíma síðar en var gert ráð fyrir í skipulaginu. Mótið átti að enda kl 20:00 en endaði kl 21:00. Tafirnar voru út af mörgum smá hlutum, það sem myndi laga það væri að hafa 25 mínútur fyrir útsláttarkeppni á mótum í yngri flokkum frekar en 15 mínútur.

Við höfum sjaldan boðið upp á það að vera með útsláttarkeppni fyrir U15. Það væri líka vit í því fyrir félög að halda fleiri æfingar um skráningu á skorum eins og gert er í keppni.

Annars gekk mótið í heild sinni nokkuð vel.

 • Gummi prumpaði óvart á foreldrana þegar hann var að færa myndavélarnar til.
 • Ingó startaði skotklukkuni óvart tvisvar í sömu umferðinni.
 • Astrid sneri cameruni öfugt
 • Gummi sagði vitlaus nöfn á nokkrum þegar hann afhennti medalíurnar (var að flýta sér of mikið til að reyna að bæta upp tímatöfina)
 • Annars var þetta svo langur dagur að staffið var orðið dasað í lokin (þegar ég skrifa þetta splarg)

Annars óskum við öllum til hamingju með árangurinn og vonum að þeir hafi skemmt sér og eigi eftir að eiga góðar minningar.

 

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.