Færeyjar unnu Ísland 229-225. Íslandsmót 2019 Undankeppni og liðakeppni búinn.

Undankeppni og liðakeppni var í dag á morgun verður útsláttarkeppni.

Hægt er að finna heildarúrslit, skipulag og annað á http://ianseo.net/Details.php?toId=5140

Færeyjingar voru sigursælir á mótinu en þeir voru í 3 efstu sætum í undankeppni í “International” flokknum. Ásamt því unnu færeyjingarnir trissuboga liðakeppnina á móti Íslandi um gullið með 4 stigum 229-225. Oddmar náði einnig öðru sæti í undankeppni í “International” einstaklingskeppni sveigboga karla.

Nokkur Íslandsmet voru slegin á mótinu. Við minnum keppendur á að tilkynna Íslandsmet ef þeir hafa slegið þau á bogfimi.is

Sigurjón Atli Sigurðsson var yfirgnæfandi í sveigboga karla en hann skoraði 574 á meðan keppandinn í öðru sæti var með 533 stig af 600 mögulegum. Og hæsti Færeyjingurinn var með 549 stig.

Kelea Quinn var einnig með yfirburði í sveigboga kvenna en hún skoraði nýtt Íslandsmet með 543 stig á meðan keppandinn í öðru sæti var með 508 stig.

Í trissuboga karla eins og nefnt var fyrr voru Færeyjingar með mikla yfirburði en hæsti Íslendingurinn var Carsten Tarnow með 567 með 5 aðra Íslendinga á hælnum og munaði aðeins 12 stigum á 6 hæstu Íslendingunum.

Eowyn Marie Mamalias náði Top Spot í trissuboga kvenna með skorið 560, sem er einnig Íslandsmet í U18 og U21 trissuboga kvenna flokki. Ewa og Erla voru rétt á hælum hennar innan við 10 stigum fyrir aftan. Við köllum trissuboga kvenna núna “EEEEE” af því að það heita svo margir E nöfnum í þeim flokki.

Ólafur Ingi Brandsson var efstur í berboga karla með nokkuð góðu bili með 486, þó að Izzar hafi náð að krafasa smá í bakkann með skorinu 422.

Guðbjörg Reynisdóttir var yfirgnæfandi í Berboga kvenna með skorið 441, þó að Astrid hafi komið á óvart með húsboga og lent í öðru sæti með skorið 372. Það er samt 50 stiga munur sem verður að öllum líkindum ógerlegt að vinna upp í útsláttarkeppninni.

Mótinu er langt frá því lokið það er langur sunnudagur eftir þar sem útsláttarkeppnin fer fram. Undankeppnin raðar keppendum í útsláttarkeppnina og því getur margt breytst um hver vinnur titilinn, það er sá sem stendur ósigraður eftir að útsláttarkeppninni er lokið.

Hægt verður að fylgjast með úrslita keppnum og skorum á livestream á https://www.youtube.com/channel/UCyslF-n8Fh5zwqDLdBVzgvg?
Einnig verður hægt að skoða livestream frá deginum í dag þegar Youtube er búið með vinnslu á 12 klukkustunda keppninni í dag.

Settur verður upp sér “loka völlur” þar sem þeir sem keppa um gull munu mætast í alvöru final, Það livestream byrjar um 15:00 leitið.