Óvænt úrslit Íslandsmeistaramótinu var að ljúka.

Gífurleg óvænt úrslit voru í nokkrum flokkum á Íslandsmótinu, en sérstaklega í sveigboga karla þar sem Ragnar vann Sigurjón í bráðabana 9-7. Sigurjón var talinn lang sigursælastur á mótinu. Einnig kom mikið á óvart að Rúnar Þór Gunnarsson tók sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í trissuboga karla þrátt fyrir að hafa verið í 5 sæti í undankeppni og var ekki einu sinni inn á top 3 spánni okkar.

Hægt er að finna heildarúrslit á http://ianseo.net/Details.php?toId=5140

Úrslit í karla flokkum

Í trissuboga karla tók Rúnar Þór Gunnarsson gullið þrátt fyrir að hafa verið fimmti í undankeppni. Spáin okkar um úrslit stóðst nokkuð vel í undankeppninni en í lokakeppninni var aldeilis hrært í pottinum í trissuboga karla.

Okkar spá um úrslit í Trissuboga var:

 1. Guðjón Einarsson
 2. Carsten Tarnow
 3. Nói Barkarson

Raunveruleg úrslit

 1. Rúnar Þór Gunnarsson
 2. Þorsteinn Halldórsson
 3. Carsten Tarnow

Í sveigboga karla vann Ragnar Sigurjón í bráðabana með 9 í staðin fyrir 7 í skori. Ragnar var ekki einu sinni í top 3 í okkar spá en hann tók sinn fyrsta Íslandsmeistaratitl á mótinu. Sigurjón var með 574 stig og Ragnar var með 533 stig og það kom öllum gífurlega á óvart að Raggi hafi tekið þetta, líklega mest Raggi sjálfur en hann er iðinn keppandi og iðkanndi um árabil.

Okkar spá um úrslit í Sveigboga var:

 1. Sigurjón Atli Sigurðsson
 2. Guðmundur Guðjónsson
 3. Haraldur Gústafsson

Raunveruleg úrslit

 1. Ragnar Þór Hafsteinsson
 2. Sigurjón Atli Sigurðsson
 3. Izzar Arnar Þorsteinsson

Í berboga karla vann Ólafur öruggan sigur og tók Íslandsmeistaratitilinn aftur með 6-0 sigri á Björn Leví í lokakeppninni. Björn Leví var í 3 sæti í undankeppni og sló út annað hæsta skorið á mótinu í útsláttarkeppninni og lenti á móti Óla þar sem var sjáanlegur munur á reynslu og æfingu. Ólafur vann silfur á HM Masters í Swiss 2018 og því með þeim betri á Norðurlöndum …. og heiminum.

Okkar spá um úrslit í Berboga:

 1. Ólafur Ingi Brandsson
 2. Izaar Arnar Þorsteinsson
 3. Oliver Robl

Raunveruleg úrslit

 1. Ólafur Ingi Brandsson
 2. Björn Leví Gunnarsson
 3. Izzar Arnar Þorsteinsson

 

Úrslit í kvenna flokkum

Í trissuboga kvenna stóðst spáin nokkuð vel nema að Eowyn er komin aftur á strik eftir smá dældi í skori og náði bæði hæsta skori í undankeppni, sló 4 Íslandsmet og negldi Íslandsmeistaratitilinn í lokakeppninni fyrr í dag með sigri á Ewa Ploszaj 141-139. Eowyn er einnig íþróttakona ársins 2018. Erla sem náði bronsi á norðurlandameistaramóti ungmenna í fyrra er einnig búin að bæta sig mikið og náði bronsi á mótinu.

Okkar spá um úrslit í Trissuboga kvenna var:

 1. Ewa Ploszaj
 2. Eowyn Mamalias
 3. Astrid Daxböck

Raunveruleg úrslit

 1. Eowyn Mamalias
 2. Ewa Ploszaj
 3. Erla Marý Sigurpálsdóttir

Í sveigboga kvenna stóðst spáin nokkuð vel og Kelea vann Astrid 6-2 um Íslandsmeistaratitilinn. Kelea sló einnig Íslandsmetið í sveigboga kvenna. Rakel sem er ung og efnileg stelpa náði bronsinu í lokakeppni á móti Sigríði 6-4. Sem kom á óvart 

Okkar spá um úrslit í Sveigboga var:

 1. Kelea Quinn
 2. Astrid Daxböck
 3. Sigríður Sigurðardóttir

Raunveruleg úrslit

 1. Kelea Quinn
 2. Astrid Daxböck
 3. Rakel Arnþórsdóttir

Í berboga kvenna stóðst spáin næstum akkúrat Guðbjörg sem er tvöfaldur norðurlandameistara tók titilinn auðveldlega í úrslitakeppninni 6-0 á móti Birnu. Birna náði 2 sæti yfir Astrid í semi finals og keppti um gullið. 

Okkar spá um úrslit í Berboga var:

 1. Guðbjörg Reynisdóttir
 2. Astrid Daxböck
 3. Birna Magnúsdóttir

Raunveruleg úrslit

 1. Guðbjörg Reynisdóttir
 2. Birna Magnúsdóttir
 3. Astrid Daxböck

Annað

Margir skemmtilegir hlutir gerðust á mótinu en þar á meðal er vert að nefna.

4 af 6 Íslandsmeistaratitlum fóru til einstaklinga sem hafa ekki unnið Íslandsmeistaratitil í opnum flokkum áður.
Trissubogi Kvenna Eowyn Marie Mamalias
Trissubogi Karla Rúnar Þór Gunnarsson
Sveigbogi Karla Ragnar Þór Hafsteinsson
Sveigbogi Kvenna Kelea Quinn

En í berboga fóru verðlaunin til þeirra reyndustu í þeim flokki
Berbogi Karla Ólafur Ingi Brandsson (silfurmedalíu hafi á HM Masters í Lausanne 2018)
Berbogi Kvenna Guðbjörg Reynisdóttir (tvöfaldur norðurlandameistari)

Nokkrir keppendur voru að keppa í mörgum bogaflokkum og hitti það svo fyndið á að allar brons keppnirnar voru skipulagðar á sama tíma. Oliver Robl og Izzar  Þorsteinsson voru að keppa í berboga og sveigboga og komust inn í brons medalíu keppni í báðum flokkum. Þeir þurftu því að skjóta í báðum bogaflokkum samtímis, hoppandi á milli mismunandi boga og hlaupa á milli skotmarka.

Það sást að mikil spenna var í gangi á mótinu og taugarnar höfðu mikið að segja í loka úrslitum, enda er mental mjög stór hluti af bogfimi. Það sást einnig helst á undanúrslitum í sveigboga kvenna þar sem Astrid og Rakel kepptu. Þær enduðu jafnar 5-5 og þurfti að ráða úrslitum með bráðabana. Þar skutu þær báðar einni ör EN HVORUG ÞEIRRA HITTI SKORSVÆÐIÐ!!. Það gaf dómurunum smá mental æfingar að fletta upp hvað reglurnar segðu um slíkar uppákomur þar sem slíkt…. gerist ekki. En þar sem báðar örvarnar lentu í skotmarkinu þó að þær hafi ekki lent í skorsvæðinu þá var hægt að mæla hvor var nær miðju og Astrid endaði sem sigurvegarinn með MISS sem var nær miðju.

Mikið nýju var bætt við á þessu móti en það var meðal annars:

 1. Ianseo scorekeeper Pro var sett í gang sem mun líklega auðvelda skipuleggjendum móthaldið mikið í framtíðinni.
 2. Oliver Ormar Ingvarsson kom með crew frá borgarholtsskóla til að gera livestream-ið okkar betra. Það verður gaman að sjá video-in úr úrslitakeppnunum sem koma
 3. Það var einnig keppt í fyrsta sinn í medalíu keppni með þar sem keppendur skiptast á að skjóta sem er mun betra fyrir livestream og áhorfendur. Við vonumst til þess að geta haldið áfram með það í framtíðinni og halda áfram að bæta livestream á Íslandsmótum innanhúss.
 4. Einnig var erlendum keppendum boðið að taka þátt í Íslandsmeistaramótinu en þar sem þeir mega ekki verða Íslandsmeistarara er sér útsláttarkeppni fyrir Færeyjingana sem komu að heimsækja okkur sem verður seinna í dag.
 5. Færeyjingarnir komu einnig með lið til Íslands og unnu Ísland 229-225 í úrslitakeppninni. Þetta var fyrsta Íslandsmótið þar sem boðið var upp á liðakeppni.
 6. Einnig var margt annað nýtt gert á þessu Íslandsmeistaramóti og sífelt verið að reyna að þróa mótið upp að þeim punkti að HM og EM eru af sama gæða kalíber og Íslandsmót, en það á eftir að taka nokkur ár en 🙂

Ingólfur stóð sig eins og hetja sem yfirdómari og reddaði öllu sem þurfti að redda.

Við viljum einnig þakka öllum sjálfboðaliðum sem tóku þátt og hjálpuðu. Þið eruð ómissandi og hjálpið að koma í veg fyrir að Gummi fá algert meltdown.

Þeir eru meðal annars.

Ólafur Gíslason, Haraldur Gústafsson, Ingólfur Rafn Jónsson, Albert Ólafsson… ef ég gleymdi að nefna ykkur biðst ég afsökunar heilinn á mér og heilsan er í mauki eftir langa helgi.

Hægt verður að fylgjast með alþjóðlegu útsláttarkeppninni á Livestream á eftir hér https://www.youtube.com/watch?v=21oQiDPdAvY

Næsta stóra innlenda mótið er svo Íslandsmeistaramótið utanhúss á Stóra Núpi í Júlí.