Breytingar á skráningarlokun á Íslandsmótum

Viðbótin sem var verið að bæta við núna er að vikuni áður en mótið hefst, þegar skráningu hefur verið lokað, geta keppendur skráð sig á mótið ef það eru laus stæði í skipulaginu til að koma keppandanum fyrir. En þeir þurfa að greiða þreföld keppnisgjöld.

Enginn loforð eru um að slíkt sæti séu til eða í boði og til að fá slík sæti þarf að hafa samband við bogfiminefndina í emaili á president@bogfimi.is. Útbíttun slíkra sæta byggist á því hver sendir email fyrst og greiðir fær sætið. En þeir þurfa að borga þreföld keppnisgjöld.

Með þessu móti getum við bæði boðið keppendum sem gleyma sér og skrá sig ekki fyrir 2 fyrri skráningarfrestina að taka þátt ef mögulegt er að koma þeim fyrir. Ekki þarf að breyta skipulagi mótsins og hefur þetta þar af leiðandi ekki áhrif á keppendur sem gera allt rétt, skrá sig á réttum tíma og hafa skipulagt sínar ferðir og frí tengd mótinu. Þar sem aðeins er um að ræða laus skotstæði í mótaskipulagi sem var birt viku fyrir mótið og verður ekki breytt.

Ástæðan fyrir því að þessi grein var skrifuð er af því að við munum setja þetta kerfi í gang núna á Íslandsmeistaramótinu næstu helgi og vildum upplýsa alla um að þetta væri í boði núna og í framtíðinni þar sem við bættum þessu við með skömmum fyrirvara. Þetta verður einnig líklega valmöguleiki á öllum Íslandsmeistaramótum í framtíðinni.

Við viljum að sjálfsögðu að allir skrái sig tímanlega og borgi sem minnst keppnisgjöld, en reyndin er sú að það eru alltaf einhverjir sem gleyma sér eða gera mistök. Þess vegna var tvöfölda keppnisgjalda frestinum bætt við á sínum tíma til að koma á móts við keppendur og núna þrefalda keppnisgjalda frestinum bætt við.

Við viljum fá sem flesta á Íslandsmótin og því frekar refsa keppendum sem skrá sig seint með auknum gjöldum frekar en að banna þeim að keppa. Tilgangur auknu keppnisgjaldana er til þess að hvetja keppendur til að skrá sig tímanlega, en koma á móts við keppendur ef þeir gera mistök og ekki útiloka þá úr keppninni ef mögulegt er að koma þeim fyrir.

Textinn tengdur þreföldu keppnisgjöldunum sést þegar lokað hefur verið á skráningu á Íslandsmótin eins og hægt er að sjá hér fyrir neðan á bogfimi.is

Home