ÍF Akur vinnur tvö silfur og eitt brons á Norðurlandameistaramótinu 2022

Anna María Alfreðsdóttir og Viktoría Fönn Guðmundsdóttir kepptu fyrir hönd íþróttafélagsins Akurs á Akureyri á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) 2022 í Kemi Finnlandi síðustu helgi.

Viktoría var í öðru sæti í undankeppni berboga kvenna U21 og keppti á móti Julia Wilhelmsson frá Svíþjóð í gull úrslitaleiknum. Þar fóru leikar 6-0 fyrir þeirri Sænsku og Viktoría tók silfrið. Í liðakeppni keppti Viktoría ásamt Hebu Róbertsdóttir og Auðunn Andra Jóhannessyni gegn liði Svíþjóðar, þar hafði Svíþjóð einnig betur og Viktoría og liðsfélagar hrepptu bronsið á mótinu í liðakeppni.

 

Anna var talin lang sigurstranglegust í trissuboga kvenna U21 og var talinn nánast öruggur titill fyrir Ísland. Anna var lang hæst í undankeppni mótsins með 678 stig 12 stigum hærra en næsti keppandi og 14 stigum hærri en hæsti karlinn á mótinu. Anna sat hjá í 8 manna úrslitum. Í undanúrslitum mætti Anna Sydney Staal frá Danmörku sem átti best leik allra trissuboga mótsins gegn Önnu og skoraði 144 á móti fínu skori 142 hjá Önnu (til samanburðar skoraði Sydney 136 í gull úrslitum og 137 í 8 manna úrslitum sem er normal skor hjá henni). Þessi ótrúlegu úrslit sendu Önnu í brons leikinn á meðan Sydney myndi keppa um gull. Í brons úrslitaleiknum mætti Anna Natacha Stütz frá Danmörku sem var í þriðja sæti í undankeppni mótsins, Natacha er hel reyndur keppandi og vann m.a. silfur á HM 2019 í U18 flokki. Anna skoraði undir sínu meðaltali í leiknum á versta tíma og Natacha gaf ekkert eftir og tók bronsið með einu stigi 138-137.

Loka niðurstöður í trissuboga kvenna U21 komu öllum á óvart og var mesta upset mótsins. Stelpan í fimmta sæti í undankeppni mótsins átti góða leiki á réttum tíma og tók titilinn á meðan efsta stelpan í undankeppni þurfti að sætta sig við fjórða sæti. Svona er þetta stundum í útsláttarkeppni og þetta er ein af ástæðum þess að það er spennandi að fylgjast með þeim, þó að þeir hafi ekki verið í hag okkar keppenda í þetta sinn. Anna virðist vera föst í fjórða sæti í U21 sama hvaða mót það er á þessu ári, en hún var einnig í fjórða sæti á EM U21 og Íslandsmóti U21, á sama tíma og hún hefur verið að vinna til verðlauna á mun erfiðari alþjóðlegum mótum í fullorðinsflokki. Dagsform keppenda hefur mikil áhrif í útsláttarkeppni þar sem aðeins er skotið 15 örvum og það getur því allt gerst, þó að það sé ólíklegt.

Anna kom þó ekki tómhent heim, hún vann silfur í liðakeppni mótsins og eftir að hafa unnið brons í einstaklingskeppni síðustu tvö NUM var örugglega ánægjulegt að fá annan lit á verðlaunapeninginn til tilbreytingar. En Anna var einnig í sigurstranglegasta liðinu sem var hæst í undankeppni mótsins en töpuðu á móti Danmörku í gull úrslitaleiknum 227-221. Þetta var bara ekki mótið hennar Önnu og þar sem margar fyrirspurnir hafa borist um hvað gerðist ákváðum við að skrifa ítarlega um það, og svarið er einfaldlega rangur staður á röngum tíma í hæst skorandi flokk mótsins. Anna var að standa sig frábærlega og ef útsláttum á mótinu hefði verið raða upp á einhvern annan veg þá hefði hún tekið gullið heim.

Anna mun keppa á EM ungmenna utandyra í næsta mánuði í Bretlandi og kannski búin með alla óheppnina á þessu móti og tekur titilinn þar í staðin 😉

 

Frekari fréttir af Norðurlandameistarmóti Ungmenna 2022 er hægt að finna á archery.is.