BF Boginn með tvo Norðurlandameistaratitla, þrjú silfur og fjögur brons á Norðurlandameistaramótinu 2022

Bogfimifélagið Boginn í Kópavogi átti flesta þátttakendur allra íþróttafélaga á Norðurlöndum á Norðurlandameistaramót ungmenna (NUM) 2022 sem haldið var í Kemi Finnlandi síðustu helgi. Það sýndi sig einnig í árangri og félagið tók níu verðlaun á mótinu og kom með tvo Norðurlandameistaratitla heim á klakann.

Freyja Dís Benediktsdóttir og Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr BF Boganum unnu einu Norðurlandameistaratitla Íslands á mótinu. En fjallað er meira um það í þessum fréttum á archery.is.

Freyja Dís Benediktsdóttir Norðurlandameistari með yfirburðum 2022

Þórdís Unnur Bjarkadóttir Norðurlandameistari, fimm aðrir með silfur og fjórir með brons á fyrsta degi Norðurlandameistaramóts Ungmenna 2022

Valgerður Einarsdóttir Hjaltested sýndi einnig eina sterkustu frammistöðu á mótinu þar sem hún vann brons í fjölmennasta flokknum á mótinu og erfiðustu keppnisgreinni.

Valgerður E. Hjaltested vann brons á Norðurlandameistaramótinu 2022

Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að BF Boginn hafi verið með mestan þátttökufjölda þar sem félagið er stærsta bogfimifélag á Norðurlöndum bæði eftir fjölda iðkenda og keppenda. Boginn var með 4 færri keppendum en öll Finnska þjóðin á heimavelli og á næsta NUM í Noregi 2023 er líklegt að BF Boginn verði með stærra lið en öll Finnska þjóðin.

Verðlaunahafar á NUM 2022 úr Boganum:

 • Freyja Dís Benediktsdóttir BF Boginn – Gull í einstaklings og Silfur í liða
 • Þórdís Unnur Bjarkadóttir BF Boginn – Gull í liða
 • Ragnar Smári Jónasson BF Boginn – Silfur í liða
 • Ísar Logi Þorsteinsson BF Boginn – Silfur í liða
 • Valgerður E. Hjaltested BF Boginn – Brons í einstaklings
 • Aríanna Rakel Almarsdóttir BF Boginn – Brons í liða
 • Heba Róbertsdóttir BF Boginn – tvö Brons í einstaklings og liða

Niðurstöður keppenda Bogans sem unnu ekki til verðlauna að þessu sinni:

 • Halla Sól Þorbjörnsdóttir 7 sæti í einstaklings og 8 sæti í liða
 • Melissa Tanja Pampoulie 5 sæti í liða og 9 sæti í einstaklings
 • Anna Guðrún Yu Þórbergsdóttir 7 sæti í einstaklings og liða
 • Veigar Finndal Atlason 7 sæti í liða og 8 sæti í einstaklings

Vert er að geta að allir keppendur BF Bogans á þessu móti voru að keppa í fyrsta sinn á NUM erlendis. En vegna kórónuveirufaraldursins var NUM 2020 aflýst og NUM 2021 var haldið í fjarmótafyrirkomulagi, ein undankeppni í hverri þjóð og sameiginlegu úrslitin notuð til þess að ákvarða sigurvegar í það sinn.

Ísar, Ragnar og Freyja slóu einnig Íslandsmet í þriggja manna blandaðri liðakeppni á mótinu.

Frekari fréttir af Norðurlandameistarmóti Ungmenna 2022 er hægt að finna á archery.is.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.