BF Hrói Höttur vinnur eitt silfur og tvö brons á Norðurlandameistaramótinu 2022

Eowyn Marie Mamalias og Auðunn Andri Jóhannesson kepptu fyrir hönd Bogfimifélagsins Hróa Hattar í Hafnarfirði á Norðurlandameistaramóti ungmenna (NUM) 2022 í Kemi Finnlandi síðustu helgi með góðu gengi.

Auðunn tók brons í einstaklingskeppni og liðakeppni. Eowyn tók silfur í liðakeppni en lukkan elti hana ekki í einstaklingskeppni. Eowyn var í fjórða sæti í undankeppni og mætti því fimta sæti í fyrsta leiknum í 8 manna úrslitum, Eowyn var talin líklegri til að vinna en dags formið var ekki með henni og leikar enduðu 137-134 og 5 sæti fyrir Eowyn.

Samt á heildina litið þrjú verðlaun af fjórum mögulegum verðlaunum með tvo keppendur, það er erfitt að kvarta yfir því.

Frekari fréttir af Norðurlandameistarmóti Ungmenna 2022 er hægt að finna á archery.is.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.