Hve margir Íslendingar hafa keppt á Ólympíuleikunum? hver hefur keppt oftast? Hvaða íþrótt er auðveldust?

Ísland hefur sent marga íþróttamenn á Ólympíuleikana frá því að við tókum þátt fyrst árið 1908, en heildartalan er um 4+14+53+153=224 Íslendingar. (sjá lista neðst í greininni)

Þessar upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu ÍSÍ, við tókum bara saman einstaklingana og röðuðum þeim eftir því hve oft þeir hafa tekið þátt neðst í greininni 🙂

http://www.isi.is/afreksithrottir/olympiuleikar/sumarleikar/keppendalisti-a-olympiuleikum/

Uppruninn af þessari grein var forvitnin um hve margir Íslendingar hefðu keppt á Ólympíuleikunum. Eftir að hafa skoðað það er ljóst að ekki allar íþróttagreinar á Ólympíuleikunum eru jafnar.

Það er keppt í fjölmörgum íþróttum á Ólympíuleiknum og margir íþróttamenn sem eru með Ólympíuleikana að markmiði, en spurningin er ef þig langar að komast á Ólympíuleikana hvaða íþrótt væri auðveldast fyrir þig að byrja í eða hvar ættirðu mestu líkurnar? (ég er ekki að segja að nein Ólympíuíþrótt sé auðveld, en það er klárlega munur á milli þeirra)
Svarið við spurninguni er, það skiptir ekki máli, stundaðu þá íþrótt sem þér finnst skemmtileg ekki vera að eltast við einhverja medalíu, farðu bara í Ísspor og kauptu medalíuna og haltu áfram að skemmta þér og bæta þig.
En raunverulega svarið er einfalt, íþróttirnar sem gefa út flestar medalíur (semsagt greinar sem er keppt í oftar en öðrum greinum).

Gott dæmi um þetta er að bera saman bogfimi og sund.

up-vs-archery

Í bogfimi hefur íþróttamaður frá Íslandi aðeins 2 sénsa á að vinna medalíu, í einstaklings keppni og í liðakeppni, reyndar eru mjög fá lið, aðeins 11 þjóðir ná liðið inn í bogfimi á Ólympíuleikana að við getum sagt að það sé nánast ómögulegt fyrir Íslendinga að komast þar inn. Í bogfimi getur hver þjóð aðeins unnið sæti til að senda 1 einstakling eða 3 einstaklinga lið og aðeins 11 liðasæti í boði og svo 1 liða sæti fyrir þjóðina sem heldur leikana.
Sem þýðir að það eru 25 einstaklingssæti í boði og 36 sem taka þátt í liðakeppninni, svo eru 3 sæti gefin til smáþjóða sem senda að meðaltali færri en 7 manns á hverja leika (Ísland er langt yfir meðaltali og getur ekki fengið þau).
En svo verður þetta flóknara, það eru 8 efstu á heimsmeistarmóti  þar sem um 200-250 manns að keppa sem fá sæti á Ólympíuleikana. Svo er hver heimsálfa sem fær sæti, (Evrópa fær 3 sæti og um 100-125 manns að keppa um þau sæti), og svo er final qualifier World Cup mót þar sem eru 3 sæti í boði (um 130-160 manns að keppa um þau sæti og allar þjóðir sem eru ekki komnar með sæti geta keppt)

Þannig að allt útreiknað eru 14 sæti sem þú gætir keppt um: Top 8 á heimsmeistarmóti, top 3 á Evrópumóti eða top 3 á World Cup Final Qualifier og þarf að berjast við rúmlega 300 manns frá rúmlega 100 þjóðum um þau sæti. Og þú þarf að ná lágmarksskori til að mega nota sætið ef þú vinnur það. Meiri hluti þjóða sem reyna koma ekki einstaklingi á Ólympíuleikana í bogfimi. Gangi þér vel 🙂

types-of-strokes-2

En í sundi hefur íþróttamaður frá Íslandi 17 möguleika á að vinna medalíu, í mismunandi tegundum af sundi, upp, niður, vinstri, hægri og guð má vita hvað hitt er hehe 😉 , í sundi eru einnig 3 liðakeppnir þar sem 16 þjóðir taka þátt semsagt 48 þjóðasæti samtals (þó að það séu oftast sömu þjóðirnar sem vinna sæti í allar 3 greinarnar), og samtals má hver þjóð senda hámark 26 einstaklinga lið í allar sundgreinarnar samanlagt, hámark 2 í hverja týpu af sundi, en hver einstaklingur má keppa í mörgum mismunandi greinum.
Til að komast á Ólympíuleikana í einstaklingsgrein í sundi þarftu að ná lágmarks qualifing tímanum. Og ef þú nærð honum ekki fær hver þjóð samt eitt sæti sem þú gætir fengið. Sjá qualifing hér https://en.wikipedia.org/wiki/Swimming_at_the_2016_Summer_Olympics
Miklu auðveldara en í bogfimi ekki satt 🙂

Sjáiði bara þennan mann frá Afríku sem var að keppa á Ólympíuleikunum í Sydney, SEM HAFÐI ALDREI SÉÐ SUNDLAUG ÁÐUR.

Þess vegna eru þeir sem vinna flestar medalíur á Ólympíuleikunum yfirleitt í íþróttum eins og sundi, t.d Micheal Phelps sem vann 22 medalíur á 3 Ólympíuleikum í sundi, hann hefði getið unnið hámark 51 medalíu ef hann hefði keppt í öllum sund greinunum.
Til samanburðar til þess að vinna 22 medalíur í Bogfimi þyrfir þú að vinna einstaklingsmedalíu á öllum Ólympíuleikum næstu 88 ár, en í sundi væri nóg að taka þátt á næstu 2 Ólympíuleikum og vinna flestar einstaklings greinarnar.
Þannig að ef þú hefðir byrjað þegar þú varst 15 ára (sem er yngsti keppandi í bogfimi í sögu leikana), þá værirðu 107 ára þegar þú værir búin að bæta met Micheal Phelps með því að vinna medalíu á hverjum einustu Ólympíuleikum, af því að tækifærin eru svo miklu færri. Aðeins 3 einstaklingar (2 konur og einn karl) hafa unnið fleiri en eina einstaklingsmedalíu í sögu nútíma bogfimi á Ólympíuleikunum. 2xPark Sung-Hyun (South Korea), 3xKim Soo Nyung (South Korea) og 2xDarrell Pace (USA).

senior-archernational_senior_games

Hér eru auðveldastu íþróttirnar fyrir Íslendinga til að komast á Ólympíuleikana:

Sund 139 keppendur samtals (það hafa verið að minnsta kosti 30 mismunandi tegundir af sund greinum á Ólympíuleikunum frá upphafi, ég ætla ekki að reyna að brjóta það niður. Það eru 17 sund greinar sem keppt er í núna)
Frjálsíþróttir 111 keppendur samtals, (hlaup:48, stökk:20, kast:33, tugþraut:10(tugþraut: combo af kast, stökk og hlaup)
Handknattleikur 104 keppendur samtals (að liðið þarf að komast inn og aðeins 1 séns á medalíu, en þú getur setið á bekknum og samt verið keppandi og fengið medalíu 🙂 ….)
Júdó 14 keppendur samtals
Badminton 8 keppendur samtals
Lyftingar 7 keppendur samtals
Siglingar 6 keppendur samtals
Skotfimi 4 keppendur samtals
Áhaldafimleikar 3 keppendur samtals.
Bogfimi 0 keppendur samtals (samt eru til fleiri tegundir af bogfimi sem er keppt í heiminum en að sundi)
Í bogfimi er mjög erfitt að komast inn, en við erum nýbyrjuð og ætlum okkur að ná því 😉 Við erum komin með frábæra aðstöðu og frábært fólk, restin er bara tími, skemmtun og áhugi.

Ég byggji þetta mat einungis á hvað við höfum sent marga keppendur í þær íþróttir áður. Þeim mun fleiri sem við höfum sent þeim mun auðveldara hlýtur að vera að komast inn, ekki satt. Sumir einstaklingarnir kepptu í fleiri en einni grein og teljast því 2 keppendur, sama gildir um ef einstaklingurinn fór oftar en einu sinni á Ólympíuleika þá er hann aftur keppandi á ný. Sem dæmi eru 80 einstaklingar sem hafa keppt í sundi fyrir Ísland en þeir tóku þátt í 139 greinum.

Við getum ekki unnið nema við fáum að taka þátt 🙂

Hér er heildar listi yfir alla þá sem hafa tekið þátt á Ólympíuleikum fyrir Ísland og hvað þeir hafa komist oft á þá.

4 manns frá Íslandi hafa tekið þátt á 4 Ólympíuleikum

Bjarni Á. Friðriksson Júdó, -95kg. 1980 Moskva
Bjarni Á. Friðriksson Júdó, -95kg. 1984 Los Angeles
Bjarni Á. Friðriksson Júdó -95kg. 1988 Seoul
Bjarni Á. Friðriksson Júdó -95kg. 1992 Barcelona
Guðmundur Gíslason Sund, 100m skriðsund 1960 Róm
Guðmundur Gíslason Sund, 100m skriðsund, 400m fjórsund 1964 Tokyo
Guðmundur Gíslason Sund, 100m skriðsund, 100m flugsund, 200m- og 400m fjórsund 1968 Mexico City
Guðmundur Gíslason Sund, 200m-, 400 fjórsund, 200m flugsund 1972 Munchen
Jakob Jóhann Sveinsson Sund, 200m bringusund 2000 Sydney
Jakob Jóhann Sveinsson Sund, 100m-, 200m bringusund 2004 Aþena
Jakob Jóhann Sveinsson Sund, 100m-, 200m bringusund 2008 Peking
Jakob Jóhann Sveinsson Sund, 100m-, 200m bringusund 2012 London
Vésteinn Hafsteinsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1984 Los Angeles
Vésteinn Hafsteinsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1988 Seoul
Vésteinn Hafsteinsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1992 Barcelona
Vésteinn Hafsteinsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1996 Atlanta

14 íslendingar hafa tekið þátt á 3 ólympíuleikum.

Ásgeir Örn Hallgrímsson Handknattleikur 2004 Aþena
Ásgeir Örn Hallgrímsson Handknattleikur 2008 Peking
Ásgeir Örn Hallgrímsson Handknattleikur 2012 London
Einar Vilhjálmsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1984 Los Angeles
Einar Vilhjálmsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1988 Seoul
Einar Vilhjálmsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1992 Barcelona
Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleikur 2004 Aþena
Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleikur 2008 Peking
Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleikur 2012 London
Guðmundur Hrafnkelsson Handknattleikur 1988 Seoul
Guðmundur Hrafnkelsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Guðmundur Hrafnkelsson Handknattleikur 2004 Aþena
Jakob Sigurðsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Jakob Sigurðsson Handknattleikur 1988 Seoul
Jakob Sigurðsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Jón Arnar Magnússon Frjálsíþróttir, tugþraut 1996 Atlanta
Jón Arnar Magnússon Frjálsíþróttir, tugþraut 2000 Sydney
Jón Arnar Magnússon Frjálsíþróttir, tugþraut 2004 Aþena
Ólafur Indriði Stefánsson Handknattleikur 2004 Aþena
Ólafur Indriði Stefánsson Handknattleikur 2008 Peking
Ólafur Indriði Stefánsson Handknattleikur 2012 London
Róbert Gunnarsson Handknattleikur 2004 Aþena
Róbert Gunnarsson Handknattleikur 2008 Peking
Róbert Gunnarsson Handknattleikur 2012 London
Rúnar Alexanderson Áhaldafimleikar, bogahestur 2000 Sydney
Rúnar Alexandersson Áhaldafimleikar, bogahestur 1996 Atlanta
Rúnar Alexandersson Áhaldafimleikar, bogahestur 2004 Aþena
Sigfús Sigurðsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1948 London
Sigfús Sigurðsson Handknattleikur 2004 Aþena
Sigfús Sigurðsson Handknattleikur 2008 Peking
Sigurður Einarsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1984 Los Angeles
Sigurður Einarsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1988 Seoul
Sigurður Einarsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1992 Barcelona
Snorri Steinn Guðjónsson Handknattleikur 2004 Aþena
Snorri Steinn Guðjónsson Handknattleikur 2008 Peking
Snorri Steinn Guðjónsson Handknattleikur 2012 London
Þórey Edda Elísdóttir Frjálsíþróttir, stangarstökk 2000 Sydney
Þórey Edda Elísdóttir Frjálsíþróttir, stangarstökk 2004 Aþena
Þórey Edda Elísdóttir Frjálsíþróttir, stangarstökk 2008 Peking
Örn Arnarson Sund, 200m skriðsund, 200m baksund 2000 Sydney
Örn Arnarson Sund, 50m skriðsund 2004 Aþena
Örn Arnarson Sund, 100m skriðsund, 100m baksund 2008 Peking

 

53 manns frá Íslandi hafa tekið þátt á 2 ólympíuleikum

Alexander Petersson Handknattleikur 2008 Peking
Alexander Petersson Handknattleikur 2012 London
Alfreð Gíslason Handknattleikur 1984 Los Angeles
Alfreð Gíslason Handknattleikur 1988 Seoul
Arnór Atlason Handknattleikur 2008 Peking
Arnór Atlason Handknattleikur 2012 London
Atli Hilmarsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Atli Hilmarsson Handknattleikur 1988 Seoul
Árni Már Árnason Sund, 50m skriðsund 2008 Peking
Árni Már Árnason Sund, 50m skriðsund 2012 London
Ásdís Hjálmsdóttir Frjálsíþróttir, spjótkast 2008 Peking
Ásdís Hjálmsdóttir Frjálsíþróttir, spjótkast 2012 London
Ásmundur Bjarnason Frjálsíþróttir, 4x100m boðhlaup 1948 London
Ásmundur Bjarnason Frjálsíþróttir, 100m-, 200m hlaup 1952 Helsinki
Bjarni Stefánsson Frjálsíþróttir, 100m-, 400m hlaup 1972 Munchen
Bjarni Stefánsson Frjálsíþróttir, 100m-, 400m hlaup 1976 Montreal
Björgvin Páll Gústavsson Handknattleikur 2008 Peking
Björgvin Páll Gústavsson Handknattleikur 2012 London
Brynjar Kvaran Handknattleikur 1984 Los Angeles
Brynjar Kvaran Handknattleikur 1988 Seoul
Einar Örn Þorvarðarson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Einar Örn Þorvarðarson Handknattleikur 1988 Seoul
Elías Sveinsson Frjálsíþróttir, tugþraut 1976 Montreal
Elín Sigurðardóttir Sund, 50m skriðsund 1996 Atlanta
Elín Sigurðardóttir Sund, 50m skriðsund 2000 Sydney
Elsa Nielsen Badminton, einliðaleikur 1992 Barcelona
Elsa Nielsen Badminton, einliðaleikur 1996 Atlanta
Erlendur Valdimarsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1972 Munchen
Erlendur Valdimarsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1976 Montreal
Eydís Konráðsdóttir Sund, 100m flugsund 1996 Atlanta
Eydís Konráðsdóttir Sund, 100m flugsund 2000 Sydney
Geir Sveinsson Handknattleikur 1988 Seoul
Geir Sveinsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Guðmundur Sigurðsson Lyftingar, milliþungavigt 1972 Munchen
Guðmundur Sigurðsson Lyftingar, milliþungavigt 1976 Montreal
Guðmundur Þórður Guðmundsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Guðmundur Þórður Guðmundsson Handknattleikur 1988 Seoul
Guðrún Arnardóttir Frjálsíþróttir, 100m-, 400m grindahlaup 1996 Atlanta
Guðrún Arnardóttir Frjálsíþróttir, 400m grindarhlaup 2000 Sydney
Gunnlaugur Jónasson Siglingar, stýrimaður á 470 international 1984 Los Angeles
Gunnlaugur Jónasson Siglingar, stýrimaður á 470 international 1988 Seoul
Hafsteinn Ægir Geirsson Siglingar, laser 2000 Sydney
Hafsteinn Ægir Geirsson Siglingar, laser 2004 Aþena
Hilmar Þorbjörnsson Frjálsíþróttir, 100m hlaup 1956 Melbourne
Hilmar Þorbjörnsson Frjálsíþróttir, 100m hlaup 1960 Róm
Hjörtur Már Reynisson Sund, 100m flugsund 2004 Aþena
Hjörtur Már Reynisson Sund, 100m flugsund 2008 Peking
Hrafnhildur Guðmundsdóttir Sund, 100m skriðsund 1964 Tokyo
Hrafnhildur Guðmundsdóttir Sund, 100m-, 200m skriðsund, 200m fjórsund 1968 Mexico City
Hreiðar Levý Guðmundsson Handknattleikur 2008 Peking
Hreiðar Levý Guðmundsson Handknattleikur 2012 London
Hreinn Halldórsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1976 Montreal
Hreinn Halldórsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1980 Moskva
Ingimundur Ingimundarson Handknattleikur 2008 Peking
Ingimundur Ingimundarson Handknattleikur 2012 London
Íris Edda Heimisdóttir Sund, 100m-, 200m bringusund 2000 Sydney
Íris Edda Heimisdóttir Sund, 100m bringusund 2004 Aþena
Íris Inga Grönfeldt Frjálsíþróttir, spjótkast 1984 Los Angeles
Íris Inga Grönfeldt Frjálsíþróttir, spjótkast 1988 Seoul
Jón Þ. Ólafsson Frjálsíþróttir, hástökk 1964 Tokyo
Jón Þ. Ólafsson Frjálsíþróttir, hástökk 1968 Mexico City
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Sund, 100m-, 200m baksund 2000 Sydney
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir Sund, 50m-,100m skriðsund, 100m flugsund 2004 Aþena
Kristján Arason Handknattleikur 1984 Los Angeles
Kristján Arason Handknattleikur 1988 Seoul
Lára Hrund Bjargardóttir Sund, 100m-, 200m skriðsund 2000 Sydney
Lára Hrund Bjargardóttir Sund, 200m skriðsund, 200m fjórsund 2004 Aþena
Oddur Sigurðsson Frjálsíþróttir, 100m-, 400m hlaup 1980 Moskva
Oddur Sigurðsson Frjálsíþróttir, 400m hlaup 1984 Los Angeles
Óskar Jakobsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1976 Montreal
Óskar Jakobsson Frjálsíþróttir, kringlukast, kúluvarp 1980 Moskva
Óskar Sigurpálsson Lyftingar, -90kg. 1968 Mexico City
Óskar Sigurpálsson Lyftingar, þungavigt 1972 Munchen
Pétur Guðmundsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1988 Seoul
Pétur Guðmundsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1992 Barcelona
Ragna Ingólfsdóttir Badminton, einliðaleikur 2008 Peking
Ragna Ingólfsdóttir Badminton, einliðaleikur 2012 London
Ragnheiður Ragnarsdóttir Sund, 50m-, 100m skriðsund 2004 Aþena
Ragnheiður Ragnarsdóttir Sund, 50m-, 100m skriðsund 2008 Peking
Ragnheiður Runólfsdóttir Sund, 100m-, 200m bringusund, 200m fjórsund 1988 Seoul
Ragnheiður Runólfsdóttir Sund, 100m-, 200m bringusund 1992 Barcelona
Sarah Blake Bateman Sund, 100m baksund 2008 Peking
Sarah Blake Bateman Sund, 50m skriðsund, 100m flugsund, 4x100m fjórsund 2012 London
Sigurður Bergmann Júdó, opinn flokkur 1988 Seoul
Sigurður Bergmann Júdó +95kg. 1992 Barcelona
Sigurður Gunnarsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Sigurður Gunnarsson Handknattleikur 1988 Seoul
Stefán Jónsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Stefán Jónsson Handknattleikur 1972 Munchen
Sverre Andreas Jakobsson Handknattleikur 2008 Peking
Sverre Andreas Jakobsson Handknattleikur 2012 London
Torfi Bryngeirsson Frjálsíþróttir, stangarstökk 1948 London
Torfi Bryngeirsson Frjálsíþróttir, stangarstökk 1952 Helsinki
Valbjörn Þorláksson Frjálsíþróttir, stangarstökk 1960 Róm
Valbjörn Þorláksson Frjálsíþróttir, tugþraut 1964 Tokyo
Valbjörn Þorláksson Frjálsíþróttir, tugþraut 1968 Mexico City
Vilhjálmur Einarsson Frjálsíþróttir, þrístökk 1956 Melbourne
Vilhjálmur Einarsson Frjálsíþróttir, þrístökk 1960 Róm
Þorgils Ó. Mathiesen Handknattleikur 1984 Los Angeles
Þorgils Ó. Mathiesen Handknattleikur 1988 Seoul
Þormóður Árni Jónsson Júdó, þungavigt 2008 Peking
Þormóður Árni Jónsson Júdó, þungavigt 2012 London
Þórdís Gísladóttir Frjálsíþróttir, hástökk 1976 Montreal
Þórdís Gísladóttir Frjálsíþróttir, hástökk 1984 Los Angeles
Örn Clausen Frjálsíþróttir, 100m hlaup, tugþraut 1948 London
Örn Clausen Frjálsíþróttir, tugþraut 1952 Helsinki

153 einstaklingar hafa tekið þátt á einum sumar ólympíuleikum fyrir Ísland.

Alferð Karl Alfreðsson Skotfimi, leirdúfa 2000 Sydney
Anna Ólafsdóttir Sund, 200m bringusund 1948 London
Anton Sveinn McKee Sund, 1500m skriðsund, 400m fjórsund 2012 London
Ari Guðmundsson Sund, 100m-, 400m skriðsund, 200m bringusund 1948 London
Arnþór Ragnarsson Sund, 100m-, 200m bringusund 1988 Seoul
Aron Pálmarsson Handknattleikur 2012 London
Atli Steinarsson Sund, 200m bringusund 1948 London
Axel Axelsson Handknattleikur 1972 Munchen
Ágúst Ásgeirsson Frjálsíþróttir, 1500m-, 3000m hindrunarhlaup 1976 Montreal
Ágúst Ögmundsson Handknattleikur 1972 Munchen
Ágústa Þorsteinsdóttir Sund, 100m skriðsund 1960 Róm
Árni Sigurðsson Sund, 100m-, 200m bringusund 1984 Los Angeles
Árni Þór Hallgrímsson Badminton, einliða- og tvíliðaleikur 1992 Barcelona
Ásgeir Sigurgeirsson Skotfimi, loftskammbyssa og frjáls skammbyssa 2012 London
Bergsveinn Bergsveinsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Bergur Ingi Pétursson Frjálsíþróttir, sleggjukast 2008 Peking
Birgir Finnbogason Handknattleikur 1972 Munchen
Birgir Sigurðsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Birgir Þór Borgþórsson Lyftingar, -100kg. 1980 Moskva
Bjarki Sigurðsson Handknattleikur 1988 Seoul
Bjarni Guðmundsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Björgvin Björgvinsson Handknattleikur 1972 Munchen
Björgvin Hólm Frjálsíþróttir, tugþraut 1960 Róm
Broddi Kristjánsson Badminton, einliða- og tvíliðaleikur 1992 Barcelona
Bryndís Ólafsdóttir Sund, 50m-, 100m-, 200m skriðsund 1988 Seoul
Carl J. Eiríksson Skotfimi, enskur riffill 1992 Barcelona
Dagur Sigurðsson Handknattleikur 2004 Aþena
Eðvarð Þór Eðvarðsson Sund, 100m-, 200m baksund 1988 Seoul
Eggert Ólafur Bogason Frjálsíþróttir, kringlukast 1988 Seoul
Einar Sigurðsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Einar Örn Jónsson Handknattleikur 2004 Aþena
Ellen Ingvadóttir Sund, 100m-, 200m bringusund, 200m fjórsund 1968 Mexico City
Erla Dögg Haraldsdóttir Sund, 100m bringusund, 200m fjórsund 2008 Peking
Eva Hannesdóttir Sund, 100m skriðsund, 4x100m fjórsund 2012 London
Eygló Ósk Gústafsdóttir Sund, 100m-, 200m baksund, 200m fjórsund, 4x100m fjórsund 2012 London
Finnbjörn Þorvaldsson Frjálsíþróttir, 100m, 4x100m boðhlaup, langstökk 1948 London
Finnur Garðarsson Sund, 100m-, 200m skriðsund 1972 Munchen
Freyr Gauti Sigmundsson Júdó -95kg. 1992 Barcelona
Friðrik Guðmundsson Frjálsíþróttir, kringlukast 1952 Helsinki
Friðrik Guðmundsson Sund, 400m-, 1500m skriðsund 1972 Munchen
Geir Hallsteinsson Handknattleikur 1972 Munchen
Gísli Blöndal Handknattleikur 1972 Munchen
Gísli Þorsteinsson Júdó, léttmillivigt 1976 Montreal
Guðjón Guðmundsson Sund, 100m-, 200m bringusund 1972 Munchen
Guðmundur Helgason Lyftingar, -90kg. 1980 Moskva
Guðmundur Hermannsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1968 Mexico City
Guðmundur Ingólfsson Sund, 100m baksund 1948 London
Guðmundur Lárusson Frjálsíþróttir, 400m-, 800m hlaup 1952 Helsinki
Guðrún Fema Ágústsdóttir Sund, 100m-, 200m bringusund 1984 Los Angeles
Gunnar Andrésson Handknattleikur 1992 Barcelona
Gunnar Gunnarsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Gunnsteinn Skúlason Handknattleikur 1972 Munchen
Gústaf Bjarnason Handknattleikur 1992 Barcelona
Gylfi Gylfason Handknattleikur 2004 Aþena
Halldór Guðbjörnsson Júdó, -71kg. 1980 Moskva
Haukur Clausen Frjálsíþróttir, 100m-, 200m hlaup, 4x100m boðhlaup 1948 London
Helga Halldórsdóttir Frjálsíþróttir, 400m grindarhlaup 1988 Seoul
Helga Sigurðardóttir Sund, 50m skriðsund 1992 Barcelona
Héðinn Gilsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Hjalti Einarsson Handknattleikur 1972 Munchen
Hjalti Guðmundsson Sund, 100m bringusund 2000 Sydney
Hrafnhildur Lúthersdóttir Sund, 200m bringusund, 4x100m fjórsund 2012 London
Hörður Haraldsson Frjálsíþróttir, 100m-, 200m hlaup 1952 Helsinki
Ingi Þorsteinsson Frjálsíþróttir, 110m-, 400m grindarhlaup 1952 Helsinki
Ingi Þór Jónsson Sund, 100m-, 200m skriðsund, 100m flugsund 1984 Los Angeles
Ísleifur Friðriksson Siglingar, háseti á 470 international 1988 Seoul
Jaliesky Garcia Padron Handknattleikur 2004 Aþena
Jens Einarsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Jóel Sigurðsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1948 London
Jóhannes Jósefsson Glíma, grísk-rómversk 1908 London
Jón D. Jónsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Jón Diðriksson Frjálsíþróttir, 800m-, 1500m hlaup 1980 Moskva
Jón Halldórsson Frjálsíþróttir,100m hlaup 1912 Stokkhólmur
Jón Hj. Magnússon Handknattleikur 1972 Munchen
Jón Ingi Guðmundsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Jón Pétursson Frjálsíþróttir, hástökk 1960 Róm
Jón Pétursson Siglingar, háseti á 470 international 1984 Los Angeles
Jónas O. Halldórsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Júlíus Jónasson Handknattleikur 1992 Barcelona
Karl Vilmundarson Frjálsíþróttir, tugþraut 1936 Berlín
Karl Þráinsson Handknattleikur 1988 Seoul
Kári Kristján Kristjánsson Handknattleikur 2012 London
Kári Steinn Karlsson Frjálsíþróttir, maraþon 2012 London
Kolbeinn Gíslason Júdó, opinn flokkur 1984 Los Angeles
Kolbrún Ólafsdóttir Sund, 100m baksund 1948 London
Konráð Ólavsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Kristján Andrésson Handknattleikur 2004 Aþena
Kristján Harðarson Frjálsíþróttir, langstökk 1984 Los Angeles
Kristján Jóhannsson Frjálsíþróttir, 5000m-, 10.000m hlaup 1952 Helsinki
Kristján Vattnes Jónsson Frjálsíþróttir, spjótkast 1936 Berlín
Lára Sveinsdóttir Frjálsíþróttir, hástökk 1972 Munchen
Leiknir Jónsson Sund, 100m-, 200m bringusund 1968 Mexico City
Lilja Guðmundsdóttir Frjálsíþróttir, 800m-, 1500m hlaup 1976 Montreal
Logi Einarsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Logi Eldon Geirsson Handknattleikur 2008 Peking
Logi Jes Kristjánsson Sund, 100m baksund 1996 Atlanta
Magnús Aron Hallgrímsson Frjálsíþróttir, kringlukast 2000 Sydney
Magnús B. Pálsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Magnús Már Ólafsson Sund, 50m-, 100m-, 200m skriðsund 1988 Seoul
Martha Ernstdóttir Frjálsíþróttir, maraþonhlaup 2000 Sydney
Óðinn Björn Þorsteinsson Frjálsíþróttir, kúluvarp 2012 London
Ólafur Benediktsson Handknattleikur 1972 Munchen
Ólafur H. Jónsson Handknattleikur 1972 Munchen
Óskar Jónsson Frjálsíþróttir, 800m-, 1500m hlaup 1948 London
Patrekur Jóhannesson Handknattleikur 1992 Barcelona
Páll Ólafsson Handknattleikur 1988 Seoul
Pétur Fr. Sigurðsson Frjálsíþróttir, 100m hlaup 1952 Helsinki
Pétur Rögnvaldsson Frjálsíþróttir, 110m grindahlaup 1960 Róm
Pétur Snæland Sundknattleikur 1936 Berlín
Ragnar Guðmundsson Sund, 400m-, 1500m skriðsund 1988 Seoul
Reynir Sigurðsson Frjálsíþróttir, 400m hlaup 1948 London
Ríkarður Ríkarðsson Sund, 100m flugsund, 100m skriðsund 2000 Sydney
Roland Eradze Handknattleikur 2004 Aþena
Róbert Sighvatsson Handknattleikur 2004 Aþena
Rúnar Sigtryggsson Handknattleikur 2004 Aþena
Rögnvaldur K. Sigurjónsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Sigmar Þröstur Óskarsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Sigrún Brá Sverrisdóttir Sund, 200m skriðsund 2008 Peking
Sigurbergur Sigsteinsson Handknattleikur 1972 Munchen
Sigurður Bjarnason Handknattleikur 1992 Barcelona
Sigurður Einarsson Handknattleikur 1972 Munchen
Sigurður Jónsson Sund, 200m bringusund 1948 London
Sigurður Ólafsson Sund, 200m-, 400m-, 1500m skriðsund 1976 Montreal
Sigurður Sigurðsson Frjálsíþróttir, hástökk, þrístökk 1936 Berlín
Sigurður Sveinsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Sigurður Þ. Jónsson Sund, 200m bringusund 1948 London
Sigurjón Pétursson Glíma, grísk-rómversk 1912 Stokkhólmur
Stefán Gunnarsson Handknattleikur 1972 Munchen
Stefán Sörensson Frjálsíþróttir, þrístökk 1948 London
Steinar Birgisson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Sturla Ásgeirsson Handknattleikur 2008 Peking
Svavar Markússon Frjálsíþróttir, 800m-, 1500m hlaup 1960 Róm
Sveinn Ingvarsson Frjálsíþróttir, 100m hlaup 1936 Berlín
Trausti Eyjólfsson Frjálsíþróttir, 4x100m boðhlaup 1948 London
Tryggvi Helgason Sund, 100m-, 200m bringusund 1984 Los Angeles
Úlfar Þórðarson Sundknattleikur 1936 Berlín
Vala Flosadóttir Frjálsíþróttir, stangarstökk 2000 Sydney
Valdimar Grímsson Handknattleikur 1992 Barcelona
Vernharð Þorleifsson Júdó, millivigt 1996 Atlanta
Viðar Guðjohnsen Júdó, millivigt 1976 Montreal
Viðar Símonarson Handknattleikur 1972 Munchen
Vignir Svavarsson Handknattleikur 2012 London
Vilborg Sverrisdóttir Sund, 100m-, 200m skriðsund 1976 Montreal
Vilhjálmur Vilmundarson Frjálsíþróttir, kúluvarp 1948 London
Þorbergur Aðalsteinsson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Þorbjörn Jensson Handknattleikur 1984 Los Angeles
Þorsteinn Hjálmarsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Þorsteinn Leifsson Lyftingar, -82,5kg. 1980 Moskva
Þorsteinn Löve Frjálsíþróttir, kringlukast 1952 Helsinki
Þorsteinn Þorsteinsson Frjálsíþróttir, 800m hlaup 1972 Munchen
Þórdís Árnadóttir Sund, 200m bringusund 1948 London
Þórður Guðmundsson Sundknattleikur 1936 Berlín
Þórunn Alfreðsdóttir Sund, 100m-, 200m flugsund 1976 Montreal