Hvernig virkar world ranking í bogfimi – heimslistinn?

Heimslistinn eða world ranking listinn eins og flestir kalla hann er listi yfir bestu bogamenn í heiminum, það er hægt að finna hann hér https://worldarchery.org/world-ranking til að sjá Ísland geturðu valið more filters, evrópu og valið íslenska fánann.

world-ranking-island

Hægt er að finna upplýsingar um hvernig world ranking kerfið virkar að mestu á Wikipedia, https://en.wikipedia.org/wiki/World_Archery_Rankings

Þetta er frekar löng og upplýsinga mikil grein og er gerð að mestu til að kynna heimslista stigin og reglurnar í kringum þær. Við hjá archery.is gerum ekki ráð fyrir því að þú munir þetta allt en það er mikið af áhugaverðum upplýsingum þarna og gott að geta flett þessum upplýsingum upp þegar manni vantar þær.

Í stuttu máli virkar það svona. Fjöldi keppenda á mótinu*Gæði keppenda*Tími frá lok móts*Lokasæti=Heimslistastig
Fyrir einstaklinga er það þessi reikniformúla = Fjöldi keppenda á mótinu * Fjöldi keppenda í top 50 á heimslistanum á mótinu * tíminn frá að mótinu lauk * sæti sem einstaklingur lendir í á mótinu.
Fyrir lið er þessi formúla = Fjöldi liða á mótinu * Fjöldi liða í top 16 á heimslistanum á mótinu * tíminn frá því að mótinu lauk *  sæti sem liðið endar í mótinu.

Heimslista stig eru einungis gefin fyrir utandyra mót, og aðeins þeir einstaklingar og lið sem komast í útsláttarkeppnina á þeim mótum fá stig. 104 hæstu einstaklingarnir eftir undankeppnina (qualification) fara í útsláttarkeppnina og top 16 liðin eftir undankeppnina komast í útsláttarkeppnina.

Sem dæmi á síðast heimsmeistarmóti utandyra er fjöldinn af liðum og einstaklingum hér fyrir neðan.

WORLD CHAMPIONSHIP OUTDOOR INDIVIDUALS TEAMS MIXED TEAM COUNTRIES
RM IND RW IND CM IND CW IND RM TEAM RW TEAM CM TEAM CW TEAM RMT CMT COUNTRIES
2011 TORINO ITALY 199 148 132 83 55 41 38 22 57 33 84
2013 BELEK TURKEY 146 115 102 78 37 32 27 18 46 35 69
2015 COPENHAGEN DENMARK 212 157 119 97 58 43 31 26 60 40 92

Þannig að það er mjög oft erfitt að komast í útsláttarkeppnina og fá stig á heimslistann sérstaklega á stór mótum. Sem dæmi á heimsmeistarmótinu í Danmörku 2015 í sveigboga karla voru 212 manns að keppa og komust 104 menn áfram í útsláttarkeppnina og 108 manns fengu engin heimslista stig. Í liða keppni sveigboga karla voru 58 lönd að keppa og 16 lið fengu heimslista stig og 42 lið fóru heim með ekkert 🙂

Aðeins 4 hæstu stigin sem einstaklingur eða lið hefur unnið sér inn á mótum teljast með. Þannig að ef þú keppir á 5 mótum og færð heimslista stig á þeim öllum verður heildar world rankingið þitt summan af 4 hæstu mótunum þínum. 5 mótið fer þá í bankann þinn og það kemur inn ef að eitt af hinum mótunum dettur út.

reo-wilde

Reo Wilde er maðurinn sem er búinn að vera lengstann tíma í fyrsta sæti á heimslistanum 776 daga í Trissuboga karla. Það eru aðeins 14 menn sem hafa náð að sitja í 1 sæti á heimslistanum í trissuboga karla flokki frá aldamótum. Hann er hinsvegar 3 besta manneskjan í bogfimi söguni, það eru 2 Kóreskar konur sem hafa verið lengur í fyrsta sæti heimslistanum en Reo en þær eru báðar hættar keppni, Yun Ok-Hee 1195 dagar og Park Sung-Hyun 1264 dagar í sveigbogaflokki kvenna.

Til að útskýra hvern þátt af heimslista útreikningnum fyrir sig.

Byrjum á því að setja upp ímyndað mót, segjum að við vorum að keppa á móti í gær (tími=1) og það séu 50 manns að keppa í okkar flokki (Fjöldi=0,9), af þeim 50 í okkar flokki eru 6 í top 50 á heimslistanum (Gæði=2). Okkur gengur vel á mótinu og við lendum í 17.sæti eftir útsláttarkeppnina (Lokasæti=4). Þannig að heimslista stigin sem við fengum á mótinu eru= Tími frá lok móts*Fjöldi keppenda*Gæði keppenda*Lokasæti=Heimslistastig. Margföldum tölurnar saman 1*0,9*2*4=7,2

Stigin á heimslistanum eru alltaf skrifuð í þessu formi 0.000. Þannig að stigin sem við fengum eru 7.200 (persónulega finnst mér þægilegast að hugsa um þetta og tala um þetta sem sjöþúsund og tvö hundruð frekar en tala um sjö komma tvö stig)

Allavega hérna fyrir neðan er taflan sem ég notaði til að finna út stigin okkar í dæminu fyrir ofan.

Tími:
Tíminn frá því að mótið var haldið. Heimslista stigin gilda í 2 ár og svo detta þau út alveg. En einu ári eftir mótið þá detta heimslistastigin niður um 50%, undantekningin er að þau falla um 20% fyrir heimsmeistarmót, ólympíuleika og heimsálfumeistarmót). Afhverju tími? Af því að maðurinn sem var efstur á heimslista fyrir 4 árum og hefur ekkert skotið, æft eða keppt síðan þá er væntanlega ekki meðal þeirra bestu í dag 🙂
Þannig að mót sem er nýbúið væri með 1 stig, mót sem er árs gamalt væri með 0,5 stig sem færi í útreikninginn. Nema heimsmeistaramót, ólympíuleikar og heimsálfumót eins og EM myndi detta niður í 0,8 eftir ár í staðin fyrir 0,5. Ástæðan er ef því að þessi mót eru haldin einu sinni á 2-4 ára fresti, á móts við það að flest önnur mót eru haldin árlega, þess vegna detta heimslista stigin fyrir árlegu mótin um helming en stór mótin sem eru haldin sjaldnar falla bara um 20% eftir ár.

Fjöldi:
Segjir sig nokkurn veginn sjálft þeim mun fleiri sem er á mótinu þeim mun erfiðara er það. Útreikningurinn virkar svona út frá fjölda

Einstaklinga

Fjöldi keppenda Fjöldi stiga (fer í formúluna)
Fleiri en 64 1
33-64 0.9
17-32 0.8
9-16 0.7
Færri en 9 með lágmark 1 af top 50 einstaklingum 0.5
Færri en 9 með engann af top 50 einstaklingum 0
Lið

Fjöldi liða Fjöldi stiga (fer í formúluna)
Fleiri en 16 (Ólympíuleikar) 1
13-15 0.9
9-12 0.8
5-8 0.7
4 0.5
Færri en  4 0

Gæði:
Það segjir sig sjálft að þeim mun fleiri góðir eru að keppa á mótinu þeim mun erfiðara er að komast í hærra sæti þess vegna eru gefin fleiri heimslista stig til þeirra sem keppa á móti fleirum erfiðum andstæðingum. Hægt er að sjá listann um hvernig sá útreikningur virkar hér fyrir neðan.

EINSTAKLINGA FJÖLDI

Mót Fjöldi stiga (fer í formúluna)
Ólympíuleikar (haldið á 4 ára fresti) 5
Heimsmeistaramót (haldið á 2 ára fresti) 5
Heimsbikarmót (4 haldin á hverju ári) 4.5
Keppni með 20 eða fleiri af top 50 4
Keppni með 17-20 af top 50 á heimslista 3.5
Keppni með 13-16 af top 50 á heimslista 3
Keppni með 9-12 af top 50 á heimslista 2.5
Keppni með 5-8 af top 50 á heimslista 2
Keppni með 1-4 af top 50 á heimslista 1.5
Keppni með engum af top 50 á heimslista 1
LIÐA FJÖLDI

Mót Fjöldi stiga (fer í formúluna)
Ólympíuleikar (haldið á 4 ára fresti) 5
Heimsmeistaramót (haldið á 2 ára fresti) 5
Heimsbikarmót (4 haldin á hverju ári) 4.5
Keppni með 10 eða fleiri top 16 lið. 4
Keppni með 9-10 af top 16 liðum á heimslista 3.5
Keppni með 7-8 af top 16 liðum á heimslista 3
Keppni með 5-6 af top 16 liðum á heimslista 2.5
Keppni með 3-4 af top 16 liðum á heimslista 2
Keppni með 1-2 af top 16 liðum á heimslista 1.5
Keppni með engum af top 16 liðum á heimslista 1

SÆTI:
Það ætti að vera augljóst að sá sem er í fyrsta sæti á að fá meira af stigum á heimslistann en sá sem er í 4 sæti. Hér fyrir neðan eru stigin sem maður fær eftir því hvaða sæti maður lendir í. Þeir sem tapa þegar 8 eru eftir er raðað upp eftir skorinu sem þeir töpuðu með, sem dæmi ef það eru 4 einstaklingar sem tapa og þeir töpuðu 7-1, 6-0, 6-2 og 7-5, myndi sá sem var með 7-5 lenda í 5 sæti þar sem hann var með flest stigin af þeim sem duttu út.

LOKASÆTI EINSTAKLINGS LOKASÆTI LIÐS
Loka sæti Fjöldi stiga (fer í reikniformúlu) Loka sæti Fjöldi stiga (fer í reikniformúlu)
1 20 1 25
2 17 2 21
3 14 3 18
4 12 4 15
5 sæti (sá datt út með hæstu stig) 10 5 sæti (datt út með hæstu stig) 13
6 sæti (sá datt út með næst hæstu stig) 9,5 6 sæti (datt út með næst hæstu stig) 12
7 sæti (sá datt út með næst lægstu stig) 9 7 sæti (datt út með næst lægstu stig) 11
8 sæti (sá datt út með lægstu stig) 8,5 8 sæti (datt út með lægstu stig) 10
9-16 sæti (allir sem tapa fjórða útslætti) 7 9-16 sæti (öll lið sem tapa fyrsta útslætti) 8
17-32 sæti (allir sem tapa í þriðja útslætti) 4
33-56 sæti (allir sem tapa öðrum útslætti) 2
57-104 sæti (allir sem tapa fyrsta útslætti) 1

 

Heimslista stig er aðeins hægt að vinna sér inn á mótum sem standast kröfur um world ranking og hafa sótt um það til world archery. Hægt er að sjá hvernig það virkar í reglubókum world archery https://worldarchery.org/Rules.

Það er hægt að finna lista yfir heimslista mót á heimasíðu worldarchery.org undir flibbanum sem heitir world ranking. (ath stundum gleymist að setja mót inn á þennan lista sem eru samt world ranking, t.d eru Worldarchery Europe mjög latir við að tilkynna sín mót eins og European grand prix en þau eru samt world ranking mót og koma seint inn í listann)

world-ranking-mota-listi

Það eru ekki öll mót jöfn á heimslistanum og ekki allir flokkar jafn erfiðir.

Eins og þú ættir að vera búinn að átta þig á þá getur verið mismunandi hvað mikið af stigum þú færð á mismunandi mótum, eftir þessum breytum.

Núna getur þú farið út og reiknað sirka út hvað þú myndir fá af stigum á ýmsum mótum miðað við hvaða sæti þú gætir lent í miðað við þína getu.

Hérna fyrir neðan eru nokkur dæmi um mót og þáttöku í mismunandi flokkum á þeim mótum.

Fjöldi keppendar á World cup mótum árið 2016

RM IND RW IND CM IND CW IND RM TEAM RW TEAM CM TEAM CW TEAM RMT CMT COUNTRIES
2016 SHANGHAI CHINA 120 95 79 68 28 23 16 15 25 25 47
MEDELLIN COLOMBIA 85 58 43 31 20 14 9 4 17 12 36
ANTALYA TURKEY 230 161 78 70 55 37 16 15 50 23 81

Fjöldi keppenda á Evrópumeistarmótum síðustu 3 árum.

EUROPEAN CHAMPIONSHIPS OUTDOOR INDIVIDUALS TEAMS MIXED TEAM COUNTRIES
RM IND RW IND CM IND CW IND RM TEAM RW TEAM CM TEAM CW TEAM RMT CMT COUNTRIES
2012 AMSTERDAM NETHERLANDS 107 73 76 45 32 20 22 12 30 20
2014 ECHMIADZIN ARMENIA 103 74 57 39 31 19 14 9 29 19 41
2016 NOTTINGHAM UK 110 69 69 47 30 18 19 12 30 21 44

Fjöldi keppenda á European Grand Prix árið 2015 og 2016

EUROPEAN GRAND PRIX INDIVIDUALS TEAMS MIXED TEAM
RM IND RW IND CM IND CW IND RM TEAM RW TEAM CM TEAM CW TEAM RMT CMT
2015 BUCHAREST ROMANIA 35 26 35 14 6 4 4 3 9 5
2015 MARATHON GREECE 155 93 34 12 30 20 4 2 26 4
2016 SOFIA BULGARIA 92 61 40 24 17 10 6 5 18 7