Helga Bjarney Ársælsdóttir millimeter frá Íslandsmeistaratitli

Helga Bjarney Ársælsdóttir úr Skaust á Egilstöðum tók eitt silfur og eitt brons á Íslandsmóti ungmenna um helgina í Bogfimisetrinu. En engu mátti muna að Helga hefði tekið gullið.

Keppt er um tvo Íslandsmeistaratitla einstaklinga í bogfimi

  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Í gull úrslitaleik sveigboga kvenna U16 mætti Helga stelpu úr Akur á Akureyri að nafni Alexandra Kolka Stelly Eydal. Leikurinn var gífurlega jafn og endaði í jafntefli 5-5. Til þess að ákvarða sigurvegara þurfti því að beita bráðabana þar sem að einni ör er skotið og sá sem er nær miðju vinnur. Báðar stelpurnar skutu 10 sem voru nánast jafn nálægt miðju. En ör Alexöndru var um einum og hálfum millimeter nær miðju og hún tók því sigurinn og Helga tók silfrið. Emilía Eir Ársælsdóttir úr Akur tók bronsið.

Bráðabanar eru ekki algengir í bogfimi, bráðabanar þar sem þarf að mæla fjarlægð frá miðju með skífmáli eru sjaldgæfari, bráðabanar þar sem sigurinn ákvarðast á 1-2 millimetrum eru mjög sjaldgæfir.

Í keppni í sveigboga U16 (óháð kyni) komst Helga í brons úrslitaleikinn og mætti þar Emilíu Eir Valgeirsdóttir úr Akur á Akureyri, þar tók Helga öruggann sigur 6-0 og tók bronsið. Elías Áki úr Boganum tók gullið gegn Alexöndru Kolku 6-0.

Helga getur verið mjög sátt við sína frammistöðu, millimeter í bogfimi þar sem að skotskífan er 600mm í 12000mm fjarlægð er svo lítill munur að það er nánast hægt að kalla það heppni. En flott frammistaða hjá Helgu um helgina.

Mögulegt er að sjá gull úrslitaleiki einstaklinga í heild sinni hér: