Egilstaðir millimeter frá Íslandsmeistaratitli, en með 1 silfur og 3 brons á Íslandsmóti ungmenna

Skaust á Egilstöðum kom í nýjum flottum félagsbúningum með þrjá keppendur á Íslandsmót U16/U18 í bogfimi sem haldið var um helgina.

Íslandsmót ungmenna byrja á undankeppni þar sem skotið er og skoraðar 60 örvar. Efstu fjórir keppendur eftir undankeppni halda svo áfram í útsláttarleiki. Allir þrír keppendur Skaust komust áfram í útsláttarleiki í öllum sínum keppnum.

Keppt er um tvo Íslandsmeistaratitla einstaklinga í bogfimi

  • Einstaklinga karla/kvenna
  • Einstaklinga (óháð kyni)

Verðlaun sem Skaust vann til á mótinu:

  • Helga Bjarney Ársælsdóttir – Silfur sveigbogi kvenna U16
  • Helga Bjarney Ársælsdóttir – Brons sveigbogi U16 (óháð kyni)

 

  • Viren Reardon – Brons trissubogi U18 (óháð kyni)

  • Manuel Arnar Logi Ragnarsson – Brons trissubogi U16 karla

Nokkuð gott holl fjögur verðlaun með 3 keppendur.

Helga Bjarney Ársælsdóttir var aðeins millimeter frá því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að gull úrslitaleikurinn hennar endaði í jafntefli og þurfti því bráðabana til að ákvarða sigurvegarann. En nánar er fjallað um það í þessari frétt: