Wcup Berlin 1 nýtt íslandsmet og 2 önnur næstum fallin

4 keppendur voru að keppa á heimsbikarmótinu í berlin í þessari viku.

Sjá fyrri frétta grein um mótið hér

Nákvæm úrslit af mótinu er hægt að finna hér.

http://ianseo.net/Details.php?toId=2034

Í stuttu máli merkilegir hlutir sem gerðust á mótinu.

Guðmundur og Astrid slóu Íslandsmetið í sveigboga mixed team með 1129 stig. Metið var áður 1121 stig frá því Í Antalya í Júní á þessu ári og áttu Astrid og Gummi það met líka.

Helga jafnaði Íslandsmetið í trissuboga kvenna sem hún á sjálf 676 og skoraði það hátt að hún sat hjá í fyrstu útsláttar umferðinni. Hún endaði í 33 sæti af 63 keppendum.

Gummi skoraði 6 stigum frá Íslandsmetinu í sveigboga karla 624 og komst í útsláttarkeppni í sveigboga karla og endaði í 57 sæti af 123 keppendum. (Top 104 komast í útsláttarkeppnina og það voru 123 að keppa á mótinu og skorin á mótinu voru frekar há. Meiri hluti skandinavísku keppendunum náðu ekki inn í top 104)

Trissuboga lið kvenna lenti í 9 sæti á mótinu eftir að tapa fyrir heimsmeisturum Danmörku í útsláttarkeppni staða Íslands hækkaði töluvert á heimslista (heimslista staðan verður birt neðst í þessari grein þegar mótinu er lokið og öll úrslit ljós.)

Við gerum ráð fyrir því að þetta eigi eftir að lyfta Íslandi í top 10 í Evrópu og top 25 á heimslista.

Veðrið var frábært allann tímann og var eins og bestu sumardagar á íslandi. En það var samt smá vindur um 5 metrar á sekúndu.

Worldarchery tók viðtal við Astrid og Gumma vegna þess að þau keppa í bæði trissuboga og sveigbogaflokkum alþjóðlega og eru kærustu par (kemur út síðar á heimssambands vefsíðuni set inn link síðar þegar það kemur út)

Úrslit okkar fólks.

Recurve Men

57 GUDJONSSON Gudmundur Orn ISL Iceland 624-99

Compound Men.

57 GUDJONSSON Gudmundur Orn ISL Iceland 625-87

Recurve Women

57 DAXBOCK Astrid ISL Iceland 502-72

Compound Women

33 MAGNUSDOTTIR Helga Kolbrun ISL Iceland 676-42 137
57 DAXBOCK Astrid ISL Iceland 573-63
57 PLOSZAJ Ewa ISL Iceland 625-62

Þannig að allt okkar fólk datt út í fyrsta útslætti nema Helga sem sat hjá í fyrsta.

Allar myndir af mótinu er hægt að finna hér.

https://dutchtarget.smugmug.com/WORLD-CUPS-GPS/SEASON-2017/WC4-BERLIN

https://m.facebook.com/archeryworldcupberlin/photos/?ref=page_internal&mt_nav=1

Hér eru myndir af okkar fólki sem teknar voru á mótinu.