Guðmundur Örn nálægt sínu besta á Wcup Berlin

Guðmundur Örn Guðjónsson komst í útsláttarkeppni í sveigboga á World Cup í bogfimi í Berlin.

Top 104 fara í útsláttarkeppnina og 123 voru að keppa á mótinu. Top 32 fara svo í úrslitakeppnina.

Guðmundur skoraði 313 stig í fyrri umferðinni og var í 92 sæti í hálfleik. Seinni helminginn skoraði Guðmundur 311 stig og var í 104 sæti í þeim helming.

Keppni var gífurlega hörð og skorin mjög há á mótinu, eftir undankeppnina var Guðmundur í 99 sæti með 624 stig sem er 6 stigum frá Íslandsmetinu.

Guðmundur var sleginn út af Atanu Das frá Indlandi í útsláttarkeppni 6-0 þrátt fyrir að 8 af 9 örvum Guðmundar hafi lent í níum.

Guðmundur endaði í 57 sæti af 123 keppendum á mótinu.

Guðmundur sló einnig íslandsmet í sveigboga blandaðri liðakeppni ásamt Astrid Daxböck 1129 stig. Met sem þau tvö voru að setja fyrir rúmum mánuði síðan á heimsbikarmótinu í Antalya Tyrklandi það var 1121 stig.

Vel gert!

Myndir með þökkum frá official ljósmyndurum mótsins Dean Alberga hjá WorldArchery og starfsfólki archery world cup berlin.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.