Heimildarmynd um Brady Ellison

Brady Ellison er ein öflugasti sveigbogamaður heims um þessar mundir sem þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um bogfimi. Alþjóðabogfimisambandið hefur gefið út áhugaverða 1 klst. heimildarmynd um hann sem vert er að benda á. Heimildarmyndina er að finna á Youtube og heitir hún “Believe: Brady Ellison”. Í heimildarmyndinni er farið yfir ferill Brady og þau gildi og viðhorf sem hann hefur.