Þorsteinn dottinn út af HM fatlaðra eftir jafntefli og bráðabana gegn Fernando

HM fatlaðra í bogfimi í gangi núna og einn Íslenskur keppandi að keppa á vegum Íþróttasambands fatlaðra þar. Paralympic farinn Þorsteinn Halldórsson úr Íþróttafélaginu Akur.

Keppni hans var að ljúka rétt í þessu í 32 manna lokakeppni þar sem hann og Fernando Montorio jöfnuðu 142-142 og þurfti bráðabana til að ákvarða hvor héldi áfram í 16 manna úrslit. Í bráðabana skutu báðir 9, en ör Fernando var nær miðju og því Þorsteinn sleginn út og Fernando hélt áfram í 16 manna úrslit.

Þetta er besta frammistaða Þorsteins til dags, mjög jafn leikur, óheppni að hann komast ekki lengra og gott útlit fyrir að Þorsteinn verði í góðu formi fyrir Ólympíumót fatlaðra 2024 í París.

Heimsmeistaramót fatlaðra í bogfimi er haldið í Dubaí 19-27 febrúar. Þorsteinn er eini keppandinn á mótinu ásamt þjálfara sínum Alfreð Birgissyni.

https://worldarchery.sport/competition/23047/dubai-2022-world-archery-championships/ranking?photos_tag=DAY%201%20PRACTICE#!/qualification/CMO/individual

Þorsteinn var í 16 sæti eftir undankeppni mótsins og sat því hjá í fyrsta útsláttarleik í lokakeppni (1/48). Hann mætti svo Sabin Soare frá Rúmeníu þar sem Þorsteinn vann 139-134. Þorsteinn var svo sleginn út af Fernando Montoria í 32 manna lokakeppni (1/16) eftir jafntefli og bráðabana þar sem ör Fernando var nær miðju.