Heba Róbertsdóttir með Íslandsmeistaratitilinn í kvenna, liða og kynjabardaganum til viðbótar við að setja Íslandsmet á Íslandsmóti ungmenna

Heba Róbertsdóttir kom sá og sigraði á Íslandsmóti ungmenna í byrjun febrúar. Þar tók hún Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna U21 og sigraði kynja bardagann í kynlausum flokki (keppni óháð kyni) með yfirburðum 6-0 í gull úrslitum.

Íslandsmeistaratitlar sem Heba vann á Íslandsmóti ungmenna:

  1. Berbogi U21 kvenna Heba Róbertsdóttir
  2. Berbogi U21 Heba Róbertsdóttir (keppni óháð kyni)
  3. Berbogi U21 blandað lið BF Boginn (Heba Róbertsdóttir og Patrek Hall Einarsson)

Íslandsmet sem Heba átti hlut í á Íslandsmóti ungmenna:

Berbogi undankeppni U21 blandað lið 576 stig (nýtt)
BF Boginn Patrek Hall Einarsson + Heba Róbertsdóttir

Eins og sjá má vann Heba einnig titilinn í blandaðri liðakeppni með liðsfélaga sínum Patrek Hall Einarssyni sem settu einnig nýtt Íslandsmet fyrir U21 blandað lið á mótinu.

Heba var áætluð til þátttöku á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Tyrklandi í febrúar. En EM var því miður aflýst vegna hamfarana sem hafa verið í gangi í Tyrklandi síðustu vikur eftir að jarðskjálftahrina reið yfir landið.

Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum 4 febrúar og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum 5 febrúar. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.

Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.

Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland 

Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo  og í mótakerfi BFSÍ 

Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug

40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina