Heba Róbertsdóttir kom sá og sigraði á Íslandsmóti ungmenna í byrjun febrúar. Þar tók hún Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna U21 og sigraði kynja bardagann í kynlausum flokki (keppni óháð kyni) með yfirburðum 6-0 í gull úrslitum.
Íslandsmeistaratitlar sem Heba vann á Íslandsmóti ungmenna:
- Berbogi U21 kvenna Heba Róbertsdóttir
- Berbogi U21 Heba Róbertsdóttir (keppni óháð kyni)
- Berbogi U21 blandað lið BF Boginn (Heba Róbertsdóttir og Patrek Hall Einarsson)
Íslandsmet sem Heba átti hlut í á Íslandsmóti ungmenna:
Berbogi undankeppni U21 blandað lið 576 stig (nýtt)
BF Boginn Patrek Hall Einarsson + Heba Róbertsdóttir
Eins og sjá má vann Heba einnig titilinn í blandaðri liðakeppni með liðsfélaga sínum Patrek Hall Einarssyni sem settu einnig nýtt Íslandsmet fyrir U21 blandað lið á mótinu.
Heba var áætluð til þátttöku á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Tyrklandi í febrúar. En EM var því miður aflýst vegna hamfarana sem hafa verið í gangi í Tyrklandi síðustu vikur eftir að jarðskjálftahrina reið yfir landið.
Íslandsmót ungmenna innanhúss 2023 var skipt niður í tvö mót sem haldin voru í Bogfimisetrinu. Íslandsmót U16/U18 sem haldið var á laugardeginum 4 febrúar og Íslandsmót U21 sem haldið var á sunnudeginum 5 febrúar. Samtals var keppnin sjálf lengri en 22 klukkutímar yfir þessa tvo daga, til viðbótar við tímann sem tekur að undirbúa og ganga frá. Því vildi BFSÍ koma sérstaklega á framfæri sínum þökkum til starfsfólks BFSÍ og öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við hald mótsins fyrir vel heppnað mót sem gekk frábærlega í krefjandi aðstæðum.
Fjöldi keppenda á Íslandsmótum ungmenna er byrjaður að aukast aftur sem er jákvætt, en þátttaka er enn 9% lægri en var á síðasta Íslandsmóti ungmenna fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það er því að taka aðeins lengri tíma en áætlað var að koma þátttöku aftur í jafnvægi og fjölgun keppenda. 40 keppendur kepptu á mótinu að þessu sinni. Niðurstöður mótsins voru birtar í úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og er hægt að finna á heimasíðu þeirra ianseo.net. Búið er að uppfæra niðurstöður og ranking lista í mótakerfi BFSÍ.
Sýnt var beint frá mótinu á Youtube rásinni Archery TV Iceland
Niðurstöður mótsins er hægt að finna á úrslitabirtingakerfi alþjóðabogfimisambandsins ianseo og í mótakerfi BFSÍ
Mögulegt er að finna myndir af mótunum á smugmug
40 titlar veittir og 18 Íslandsmet slegin á Íslandsmótum ungmenna um helgina