Haraldur Gústafsson Sveigbogamaður ársins 2023

Haraldur Gústafsson í Skotfélagi Austurlands á Egilstöðum var valinn Sveigbogamaður BFSÍ árið 2023. Þetta er annað árið í röð sem Haraldur hreppir titilinn. BFSÍ veitti viðurkenninguna fyrsta árið sem sambandið starfaði 2020. Valið fer fram á hlutlausann veg byggt á útreikningi árangurs keppenda á árinu á innlendum og erlendum mótum.

Bogfimifólk ársins eftir keppnisgreinum (BFSÍ)

Haraldur sýndi mikla yfirburði í sinni keppnisgrein innanlands á árinu þar sem hann skoraði hæsta skor í undankeppni allra Íslandsmeistaratitla ársins og vann þrjá af fjórum titlum í eina skiptið sem hann tók ekki titilinn tók hann silfur í keppni óháð kyni utandyra.

  • Íslandsmeistari karla innandyra
  • Íslandsmeistari karla utandyra
  • Íslandsmeistari innandyra (óháð kyni)

Haraldur vann einnig fyrsta Íslandsmeistaratitil óháðan kyni í sveigboga, en formlegum titli í þeirri keppni var bætt við á árinu 2023, meðal annars til þess að koma á móts við kynsegin íþróttfólk og til að búa til vettvang þar sem að konur og karlar geta keppt gegn hvert öðru formlega.

Haraldur var skráður til keppni á Evrópumeistaramóti innandyra í febrúar 2023 í Samsun Tyrklandi. En því miður var EM aflýst þegar þjóðarsorg var lýst yfir í Tyrklandi vegna náttúruhamfara sem gengu yfir landið nokkrum dögum fyrir EM. Jarðskjálftahrina reið yfir landið, þar sem fleiri en 50.000 manns fórust og öllum viðburðum því aflýst í landinu. Síðar á árinu var Haraldur skráður til keppni á Heimsmeistaramótið utandyra, en degi áður en lagt var að stað á HM utandyra lenti Haraldur í bráðum veikindum þar sem að heilsa hans hraknaði óvænt mikið og hann þurfti því að aflýsa þátttöku sinni.

Þrátt fyrir það að hafa misst af báðum A-landsliðsverkefnum árið 2023 sem Haraldur var skráður til þátttöku í á árinu vegna veikinda og náttúruhamfara þá voru yfirburðir hans í sveigboga karla á Íslandsmeistaramótum slíkir að það tryggði honum titilinn í útreikningi.

Haraldur er skráður til keppni á Evrópumeistaramót innandyra í Króatíu í febrúar 2024 og áætlaður til þátttöku á Evrópumeistaramótið utandyra í Essen Þýskalandi í maí 2024. Við vonum að heimsfaraldrar, nátttúruhamfarir og bráðaveikindi standi ekki í vegi hans árið 2024 eins og það hefur því miður gerst á síðustu árum.

Hér fyrir neðan er hægt að finna nokkrar fleiri fréttir um árangur Haraldar á árinu.

Haraldur komin aftur á toppinn og tók báða einstaklings Íslandsmeistaratitlana

Haraldur komin aftur á toppinn og tók báða einstaklings Íslandsmeistaratitlana

Íslandsmeistarar óháð kyni

Íslandsmeistarar karla

Formlega lýkur tímabili fyrir mót sem notuð eru til tölfræðilegs útreiknings 30 nóvember, en þar sem að síðasta mót sem gæti haft áhrif á tölfræðilega valið lauk 19 nóvember  var ákveðið að birta lokaniðurstöðurnar tölfræðinnar eins fljótt og mögulegt var.