Haraldur Gústafsson endurheimtir Íslandsmeistaratitil karla og kominn aftur á toppinn

Haraldur Gústafsson vann Íslandsmeistaratitilinn í sveigboga karla á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi sem haldið var helgina 15-16 júlí á Hamranevelli í Hafnarfirði.

Haraldur vann utandyra titilinn í meistaraflokki árið 2020 og 2021 en Oliver Ormar Ingvarsson tók titilinn 2022 í jöfnum bardaga og braut sigurröð Haraldar. Haraldur endurheimti svo titilinn 2023.

Haraldur vann einnig titilinn í blandaðri liðakeppni á mótinu ásamt liðsfélaga sínum Guðný Grétu Eyþórsdóttir. Skotfélag Austurlands (Skaust) kemur því með 2 titla heim í hérað.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið á vefsíðu Bogfimisambands Íslands

Sjö Íslandsmeistarar krýndir níu titlum á Íslandsmeistaramóti í Hafnarfirði