Halla og Marín í hörku gull baráttu á Íslandsmóti U18 í bogfimi

Marín Aníta Hilmarsdóttir og Halla Sól Þorbjörnsdóttir báðar í BF Boganum kepptu um gull í bæði alþjóðlega hluta Íslandsmótsins og um Íslandsmeistaratitilinn í U18 sveigboga.

Halla Sól var hæst í undankeppni í báðum hlutum mótsins og þetta er fyrsta Íslandsmótið hennar. En Marín vann bæði Íslandsmeistaratitilinn og alþjóðlega hluta mótsins í loka gullkeppninni.

Marín vann gullið í alþjóðlega hluta Íslandsmótsins á móti Höllu Sól 6-4. Þess má geta að báðar stelpurnar voru með sama heildarskor í gull keppninni en í sveigboga ræðst sigurvegarinn af því hver vinnur fleiri umferðir. Tóra Dinna Reynskor frá Færeyjum hreppti bronsið í alþjóðlega hluta mótsins.

Marín vann Íslandsmeistaratitilinn 6-2 á móti Höllu.

Hægt er að sjá leikinn um Íslandsmeistaratitilinn hér.

Hægt er að sjá gull keppni alþjóðlega leiksins hér.

Hægt er að finna úrslit af mótinu á ianseo.net og sjá livestream af gull keppnum og öðru á archery tv iceland rásinni á youtube.

Á sunnudaginn verður Íslandsmót U21 og 50+ haldið og hægt að fylgjast með því á ianseo.net og archery tv iceland rásinni á youtube.

Be the first to comment

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.