Akureyringar með þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 4 brons og 1 Íslandsmet á Íslandsmótum ungmenna um helgina

Íþróttafélagið Akur á Akureyri sýndi flotta frammistöðu og á Íslandsmótum ungmenna um helgina og tók þrjá Íslandsmeistaratitla, 5 silfur og 3 brons ásamt því að slá Íslandsmet félagsliða.

Gífurleg aukning hefur verið í þátttöku hjá Akureyringum, sérstaklega í ungmenna flokkum. Akur kemur sterkt inn í Ólympískum sveigboga. Aukninguna er að miklu leiti hægt að rekja til þess að félagið fékk loksins æfingaaðstöðu aftur og því er mögulegt að æfa íþróttina á Akureyri á ný. Mörg “eldri” ungmenni sem hurfu úr íþróttinni þegar að Akur missti aðstöðu sína hafa einnig snúið til baka í íþróttina, en þó mun meira um ný ung andlit sem er alltaf góðs viti.

Einstaklings verðlaunahafar úr Akur á Akureyri:

 • Ari Emin Björk
  • Íslandsmeistari sveigboga U21 karla
  • Brons sveigboga U21 (óháð kyni)
 • Alexandra Kolka Stelly Eydal
  • Íslandsmeistari sveigbogi U16 kvenna
  • Silfur sveigbogi U16 (óháð kyni)
 • Nanna Líf Gautadóttir Presburg
  • Silfur sveigboga U18 kvenna
  • Silfur sveigboga U18 (óháð kyni)
  • Brons sveigboga U21 kvenna
 • Emilía Eir Valgeirsdóttir
  • Brons sveigboga U16 kvenna

Verðlaun sem Akur vann í félagsliðakeppni:

 • Íslandsmeistari sveigbogi U16 félagslið
  • Emilía Eir Valgeirsdóttir
  • Alexandra Kolka Stelly Eydal
 • Silfur sveigboga U16 félagslið
  • Sigurbjörg Katrín Marteinsdóttir
  • Eva Kristín Sólmundsdóttir
 • Brons sveigboga U16 félagslið
  • Ingibjörg Ólína Alfreðsdóttir
  • Amý Elísabet Knútsdóttir
 • Silfur sveigboga U21 félagslið
  • Nanna Líf Gautadóttir Presburg
  • Ari Emin Björk

Íslandsmet sem að keppendur Akurs settu á mótinu:

 • Íslandsmet sveigbogi U16 félagslið – Akur 919 stig
  • Emilía Eir Valgeirsdóttir
  • Alexandra Kolka Stelly Eydal