Gul viðvörun – IceCup framundan

Núna er hafið nýtt ár og ný IceCup mótaröð að hefjast.  Fyrsta IceCup mót ársins verður haldið næsta sunnudag 12. janúar nk. og verður þar væntanlega mikið skotið í gult.  IceCup mótin eru venjulega haldin fyrsta sunnudag í hverjum mánuði þó frávik sé frá þeirri reglu núna á fyrsta móti ársins.  IceCup mótaröðin er með framfarakeppnis-fyrirkomulagi sem er mjög hvetjandi fyrir þátttakendur til þess að bæta árangur sinn.  Það eru þeir Ingólfur Rafn Jónsson og Tryggvi Einarsson sem standa fyrir IceCup mótaröðinni og eiga þeir mikið hrós skilið fyrir að halda út keppnisröðinni.  Nánari upplýsingar má finna á þessari síðu.