Heba Róbertsdóttir tók Íslandsmeistaratitilinn og endaði lengstu sigurröð Íslandsmeistaratitla í íþróttinni

Heba Róbertsdóttir sýndi ótrúlega frammistöðu á Íslandsmeistarmótinu um helgina og tók þrjá Íslandsmeistaratitla (einstaklings, liða og para) og sló tvö Íslandsmet.

Úrslitaleikurinn á milli Hebu Róbertsdóttir og Guðbjargar Reynisdóttir um Íslandsmeistaratitilinn í berboga kvenna

Í gull úrslitum berboga kvenna áttust við Heba Róbertsdóttir og Guðbjörg Reynisdóttir. Guðbjörg hefur unnið síðustu 11 Íslandsmeistaratitla í berboga kvenna í röð, Guðbjörg sló Íslandsmetið í undankeppni mótsins og var önnur hæst á World Series heimslista heimssambandsins 2023. Andstæðingur sem er ekkert lamb að leika sér við. Heba sigraði fyrstu lotuna 2-0 og Guðbjörg svaraði með því að taka lotu 2 og staðan því 2-2 í leiknum. Heba átti svo glæsilega umferð með 27 stig og tók lotu 3 og staðan því 4-2. Í síðustu lotunni skaut Guðbjörg 7-8-9=24 stig, Heba skaut 8-8 og þurfti því 9 stig til þess að sigra og skaut 9, tók lotuna, sigraði gull úrslitaleikinn 6-2 og endaði lengstu sigurröð Íslandsmeistaratitla í sögu íþróttarinnar! Birna Magnúsdóttir vann brons úrslitaleikinn 6-0 gegn Rakel Arnþórsdóttir.

Síðasta örin er alltaf mest spennandi og margir sem missa marks undir pressuni. En Heba gerði það ekki skaut 9 og tók titilinn

Íslandsmeistaratitlar sem Heba vann á mótinu:

 • Heba Róbertsdóttir – BF Boginn – Berbogi kvenna
 • Berbogi kvenna félagslið – BF Boginn Kópavogi
  Heba Róbertsdóttir, Astrid Daxböck og Birna Magnúsdóttir
 • Berbogi blönduð félagsliðakeppni – BF Boginn Kópavogi
  Heba Róbertsdóttir og Gummi Guðjónsson

Heba tók einnig brons verðlaunin í berboga unisex (keppni óháð kyni). Þar sló liðsfélagi hennar Gummi Guðjónsson Hebu út í undanúrslitum 6-4, Heba vann svo brons úrslitaleikinn í unisex 6-0 við Svein Sveinbjörnsson.

Verðlaunahafar í berboga kvenna: frá vinsti Guðbjörg Reynisdóttir, Heba Róbertsdóttir og Birna Magnúsdóttir

 

Íslandsmet sem Hebu á mótinu:

 • Berbogi blandað félagslið – undankeppni – BF Boginn 929 stig (metið var áður 849)
  Heba Róbertsdóttir og Gummi Guðjónsson
 • Berbogi kvenna félagslið – undankeppni – BF Boginn 1153 stig (metið var áður 1052)
  Heba Róbertsdóttir, Astrid Daxböck og Birna Magnúsdóttir

 

Heba var skráð til keppni á Evrópumeistaramót U21 í Tyrklandi í febrúar og var talin líkleg til þess að ná góðum árangri þar og líkleg til verðlauna. En EM var því miður aflýst vegna þjóðarsorgar í landinu eftir hörmunga sem gegnu yfir landið eftir jarðskjálftahrinuna fyrir skömmu. Heba verður því að bíða þar til á EM 2024 í Króatíu til að sýna sína takta á alþjóðlegu stórmóti.

Frekari upplýsingar um Íslandsmeistaramótið er m.a. mögulegt að finna hér:

Mikið um óvæntar niðurstöður á Íslandsmeistaramótinu um helgina

Lengsta sigurröð Íslandsmeistaratitla brotin um helgina